Það er að koma í ljós að fleiri tegundir eru háðar loðnu og sandsílum en áður var talið. Makríllinn er stór neytandi og verðum við að hætta loðnuveiðum strax til að sporna við frekari hruni fugla og bolfiska vegna fæðuskorts.
Það er líka önnur ástæða fyrir stöðunni á sjófuglunum í dag en það er að ýsuseyðunum er mokað upp með loðnunni á hryggningarslóð hennar við Eldey. Þetta svæði er stærsta uppeldisstöð ýsu á öllum Íslandsmiðum.
Loðnubátarnir eru að veiða loðnu komna að hryggningu á svæði sem er fullt af ýsuseyðum. Þessar nætur sem bátarnir nota í dag eru svo stórar að þær ná til botns og hirða allt kvikt á svæðinu með í veiðunum.
Hvernig stendur á því að ýsustofninn er ekki að eflast eins og þorskstofninn? Það er vegna þess að loðnubátarnir eru að ryksuga upp stóran hluta af seyðunum með loðnuni.
Stoppum loðnuveiðar strax í dag og látum lífríkið njóta vafans.
![]() |
Kreppa í Krýsuvíkurbjargi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.