Byggist ekki vinnslan í Eyjum á innfluttu vinnuafli?

Þetta eru undarlegar fullyrðingar. Hvað verður um kvótann sem tekin verður af "kvótaeigendum"? Þeir fara áfram til sjávarútvegsins og þar af leiðandi fá þessir 150 vinnu áfram í Eyjum.

LÍÚ talar eins og það eigi að afhenda kvótan sem tekinn er frá þeim í hendur erlendra aðila sem veiða og sigla með aflann óunninn til útlanda. Svo er ekki, það munu fleiri veiða og verka aflann áfram og þeir þurfa verkafólk og sjómenn til þess.

Þetta er eintóm græðgi hjá útgerðamönnum og vilja þeir eignast kvótann að fullu.

Ég hef enga samúð með ykkur LÍÚ félagar.


mbl.is Skerðing svarar til 150 starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Ég vinn á fiskmarkaði Vestmanneyja, ásamt föður mínum.
mamma vinnur í fiskvinnslufyrirtæki hérna í bær, og bróðir minn í öðru.

 fullt af vinum mínum vinna einniig við fiskvinnslu og eða veiðar.

 enginn af ofantölu er "innflutt vinnuafl"

ef að kvóti er fluttur héðan frá vestmannaeyjum og í einhverja "byggðarpotta" sem að gagnast t.d. flateyri og tálkafirði bara svona svo að ég nefni einhver 2 bæjarfélög, þá er hætta á að ég eða einhver úr fjölskyldunni missi vinnunna eða verði af tekjum.

ég reikna nú með að á þessum stöðum, sé til staðar fólk til þess að vinna við þetta, þannig að ekki fæ ég vinnu þar, ásamt því að ég bý ekki þar.

Árni Sigurður Pétursson, 2.6.2011 kl. 14:35

2 identicon

  Þú segist vera málefnalegur.... Ekki skynja ég það af þessum skrifum þínum ! En það glymur jú hæst í tómri tunnu og er það svo með flest þau ummæli og blogg sem þeir sem minnst hafa hugmynd um sjávarútveginn hafa verið að láta frá sér inn á vefinn. Ef þú hefðir minnstu hugmynd um hverslags sjávarútvegur væri rekinn í Vestmannaeyjum hefðirðu aldrei komið með þessa kjánalegu fyrirsögn og dæmir hún sig algerlega sjálf. Það sem eftir kemur ber ekki keim af því að þú hafir kynnt þér frumvörp sjávarútvegsráðherra að neinu leiti.

  Ég vona bara að illa ígrundaðar aðgerðir þeirra sem búa á mölinni verði ekki til þess að sjávarútvegi okkar verði dustað undir mottuna og einhverjir pólitískusar vinni vinsældarsigra hjá þjóðinni. Og hin Íslenska þjóð veit því miður allt of lítið um sjávarútveginn.

Góðar stundir.

Þorbjörn Víglundsson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 16:06

3 identicon

Guðlaugur hefur þú verið til sjós?

Held ekki, því þú myndir ekki bulla svona annars.

Óskar (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 18:59

4 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

jaja gerum endilega atvinnusjomennina atvinnulausa,sendum ta a strandveidar,og svo getur tessi faradur tarna borgad okkur atvinnuleisisbætur tessa 8 manudi a ari sem vid ekki komumst a sjo,(to ad veiditimin yrdi leingdur i 12 man )tvilikur rugludallur er ekki lagmarkid ad madur kinni ser nu adeins hlutina adur en madur fer ad gaba um eitthvad sem madur veit greinilega ekki neitt um.

Þorsteinn J Þorsteinsson, 2.6.2011 kl. 20:08

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kvótakerfið kom til vegna misheppnaðrar skuttogaravæðingar Framsóknarflokksins í öllum krummaskuðum landsins. Afleiðingin var gengisfelling á gengisfellingu ofan. Kvótakerfið er kannski ekki fullkomið en við höfum verið blessunarlega laus við þá óáran nú um langa hríð. Vona við verðum það áfram.

Ragnhildur Kolka, 2.6.2011 kl. 20:30

6 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

hvada torp a islandi hefur lifad af smabatautgerd alt arid,a bara ad setja lidid a atvinnuleisisbætur 8 man a ari,og ekki var nu skuttogaravædingin hafin er geingid byrjadi ad falla svona ca 1950,eda var tad,og hvernig styrktist kronan,td med svokølludum Jøklabrefum og utras sem var dasømud af ædstu radmønnum tjodarinnar er tad lika skuttogaravædingunni ad kenna

Þorsteinn J Þorsteinsson, 2.6.2011 kl. 20:52

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ragnhildur. Kannski veistu ekki að þessar illa reknu útgerðir ásamt gengisfellingum voru afleiðingar þess að fæstir sjómenn kunnu að meðhöndla aflann. Það hefur ekkert með skuttogara að gera né Framsóknarflokk. Ef aflinn er ekki þveginn og kældur og ef fiskurinn kemur ekki ferskur inn fyrir lunninguna þá getur ekki einu sinni sjálfstæðisflokkurinn bjargað.

Árni Sigurður. Fólkið á Flateyri og Tálknafirði er líka fólk. Það fólk er meira að segja afkomendur þeirra sem byggðu upp umrædd sjávarpláss en svo seldu bara þeir kvótann sem fengu honum úthlutað.

Kannski var þessi kvóti keyptur til Vestmannaeyja, var það þá bara allt í lagi?

Þú og þín fjölskylda eigið ykkar atvinnu undir því í dag að ekki kaupi einhverjir Flateyringar eða Tálknfirðingar fiskiskip Bergs-Hugins, Ísfélagsins, Vinnslustöðvarinnar, o.s.frv.

Mér vitanlega er nefnilega enginn kvóti merktur Vestmannaeyjum í dag.

Hitt er svo annað mál og miklu betra mál líka að sennilega er hægt með góðu móti að auka - í það minnsta þorskveiðikvótann - um það aflamagn sem fyrirhugað er að deila inn í sjávarbyggðirnar sem stjórnvöld stálu lífsbjörginni frá.

En við skulum fyrirgefa íslensku þjóðinni það þótt hún sé búin að fá nóg af fréttum eins og þeim að útgerðarmaður kaupi knattspyrnufélag í Englandi, bílaumboð í Reykjavík og þyrlu til að leika sér á. Á sama tíma þarf fjölskylda í gamalgrónum útgerðarbæ að yfirgefa fasteign sína óselda og verðlausa vegna þess að enginn kaupir fasteign í kvótalausu sjávarplássi.

Árni Gunnarsson, 2.6.2011 kl. 20:54

8 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Það er völlur á mönnum þykir mér.

Enginn kvóti er merktur Eyjum en, aflaheimildir sem Eyjamenn hafa yfir að ráða tala sínu máli. Ef skerðingin verður svo sem frumvarp Jóns bónda segir til um, minnka aflaheimildir Eyjamanna mikið. Um það snýst málið. Engin trygging er fyrir því að við fáum eitthvað til baka úr pottum bóndans. Eyjamenn hafa átt því láni að fagna að standa saman og reka hér myndarlega útgerð og reynt að halda aflaheimildum í bænum. Það hefur tekist hingað til. Kannski verða húseignir hér verðlausar innan fárra ára. Er það vilji almennings og stjórnvalda? Að gelda eina verstöðina enn?

Það verður að taka tillit til okkar líka, annað er móðgun við okkur sem þetta sker byggjum. Er það okkur að kenna að stjórnvöld ,,stálu" einhverju frá einhverjum?

Valmundur Valmundsson, 2.6.2011 kl. 21:58

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hreint ekki ykkur að kenna Valmundur og svo er áreiðanlega enginn vilji til þess hjá stjórnvöldum að ráðast á ykkur fremur en aðra. Það var auðvitað ekki lengur við það unað að útgerðir sem í upphafi fengu ókeypis úthlutað af sameiginlegri þjóðarauðlind gætu selt og leigt þetta frá sér og lifað kóngalífi á meðan fólkið í sveltu sjávarplássunum hraktist frá eignum sínum óseldum.

Til að breyta þessu þurfti kjark og reyndar líka ofurlítið af skynsemi. Hvortugt sýnist mér að sé áberandi í þessu nýja frumvarpi.

Einhvers staðar varð þó að byrja.

En kannski hefði verið betra fyrir alla sem að málinu koma að setjast niður með það í huga að leysa málin og semja um skárstu leiðina en að hleypa öllu í hnút. Það bætir auðvitað ekki úr skák að þjóðin sér að sjálfstæðisflokkurinn stendur heill og óskiptur með sægreifunum. Allmikill hluti þjóðarinnar bæði hatar þann flokk og óttast frekari afskipti hans af útgerð á láði sem legi og til eru þeir sem treysta ekki heiðarleika hans. Skelfilegt að horfa upp á og heyra í sjálfstæðiskrökkunum sem standa uppi í pontu á Alþingi og tala eins og gamlir sjóarar um útgerð.

Af hverju er ekki bara bætt við aflaheimildirnar í þorskinum og handfæraveiðar gefnar frjálsar úr heimahöfn smábátasjómanna?

Það væri góð byrjun og yrði til mikils virðisauka í sjávarfangi, ekki síst ef sóknamark yrði tekið upp og allur fiskur færður á land. 

Árni Gunnarsson, 2.6.2011 kl. 22:17

10 Smámynd: GAZZI11

@Árni;  Hvaða samhengi er á útgerðarmanninum sem kaupir það sem hann reiknar með að gefi sér arð eða einhvern sparnað. Væntanlega ert þú að tala um Magnús Kristinsson sem er bara ágætis maður og vel gerður. Hann er líka fjárfestir og útgerðarmaður og ekki mér vitanlega verið að flytja afla eða peninga út úr útgerðinni í annað brask.

Held að það sér rangt að bendla útgerðina við fjárfestingarbraskið enda hefur útgerðin gengið vel sem slík.

@Guðlaugur; Þú þarft að kynna þér útgerðasögu Vestmannaeyjinga áður en þú heldur áfram að bulla svona.

Þetta kvótafrumvarp er eitt stórt rugl stjórnmálamanna sem hafa ekki migið í saltann sjó og hafa ekki hundsvit á sjávarútveg né nokkru því sem viðkemur framlegð og nýtingu í sjávarútvegi. 

GAZZI11, 2.6.2011 kl. 22:27

11 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þegar kvóti var settur á 1984 þá var þorskaflinn 380 þúsund tonn. Í dag er þorskkvótinn 130 þúsund tonn. Hvar eru þessi 250 þúsund?

Ég tel að grunnástæðan fyrir því að ekki er meira en 130 þúsund tonn af þorski núna sé þessi gengdarlausa loðnuveiði sem hefur átt sér stað nánast óslitið síðan 1974. Þessi rányrkja er nú farin að valda dauða fugla sem lifa á sandsíli.

Áður en loðnuveiðar hófust þá voru hér við land erlendir togarar sem veiddu ásamt þeim íslensku um 500 þúsund tonn. Hver er skýringin á þessu annað en að loðnubátarnir hafi étið "útsæðið" með gengdarlausri rányrkju.

Danir ryksuguðu upp öll sandsílin í Norðursjó og í dag er enginn fiskur veiðanlegur þar.

Fólk verður ekki skynsamt bara fyrir það að míga í saltan sjó.

Guðlaugur Hermannsson, 2.6.2011 kl. 22:57

12 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Árni,  það verða ekki fleiri fiskar dregnir úr sjó þótt ráðherra fái að útdeila gæðunum. Gengisfellingarnar munu dynja á okkur þegar nýju leiguliðar ráðherrans verða krunk og emja eftir opinberri fyrirgreiðslu og ég sé ekki að landslýður verði neitt hamingjusamari þótt þau sjávarpláss sem nú lifa sæmilegu lífi  lendi í vanda.

Ef 250 störf leggjast af í Eyjum og Fáskrúðsfirði hvað munu þá mörg heimili flosna upp í þessum plássum og hver er líklegur til að kaupa eignir þessara lögskipuðu atvinnuleysingja?

Ragnhildur Kolka, 2.6.2011 kl. 23:01

13 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Bankakerfið í dag er þannig úr garði gert að það fæst ekki fjármagn til að reka vonlaus fyrirtæki. Varðandi gengisfellingu þá er það ekki með inn í myndinni þegar við förum inn í ESB og tökum upp alvöru mynt.

Ísland verður ekki rekið í framtíðinni eins og það var fyrir hrun.

Fiskurinn verður seldur í Evrum, launin greidd í Evrum, allur kostnaður greiddur í Evrum og allur hagnaður verður í Evrum. Þetta þýðir að engin gengisáhætta verður fyrir hendi

Guðlaugur Hermannsson, 2.6.2011 kl. 23:08

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hlutfall þess afla sem fór óunninn á markaði erlendis fiskveiðiárið 2008/2009, af heildarafla lönduðum í Vestmannaeyjum var því rúm 48 %.

Um helmingur.

Komandi svo háskælandi þessir greifar í sjónvarpið yfir því ,,að þeir þurfi að segja upp fólki"  Eh já já þeir setja það örugglega fyrir sig - eða bara nei!  þeim er alveg sjitt sama um hvort þeir þurfi að segja upp þremur fleiri eða færri.  Alveg sjitt sama. 

það sem þeim er eigi sama um er að missa spón úr sínum persónulega aski.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.6.2011 kl. 23:37

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ragnhildur. Þú komst hér inn með skýringar á tilurð kvótakerfisins. Nú vill svo til að ég, sem líklega er eldri en þú - vissi eitthvað um þessa hluti og líklegasta skýringin er sú að ég starfaði í þessu þegar kvótakerfið var sett á. Ég man ekki eftir þér í umræðunni um þessi sjávarútvegsmál á þeim tíma.

Bið þig sfsökunar á því að segja að mér finnst ólíklegt að þú skiljir sjálf hvað þú ert að fara í seinni athugasemdinni en vona að einhver sem les skilji það og geti skýrt það fyrir þér.

Ég er búinn að gera þrjár tilraunir til að skilja en fjarlægist allan skilning því meira sem ég les oftar.

Getur verið að þú hallist að Sjálfstæðisflokknum í pólitíkinni Ragnhildur?

Það eru margir illskiljanlegir í þeim flokki núna þegar talið berst að sjávarútvegi.

Það upplýsist að Íslendingar voru farnir að veiða fisk með góðum árangri áður en Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður.

Árni Gunnarsson, 2.6.2011 kl. 23:53

16 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Gudlaugur væri nu ekki lagmark ad kinna ser hvad kotin

nu er stor?,eg er sjomadur a Togara og sydast tegar eg vissi var kotin EKKI 130,000 tonn,heldur?ja prufadu heimasiduna hja sjavarutvegsraduneitinu ef tu veist hvad tad er, Komdu sæll Arni eg er ad miklu leiti sammala tessu sem tu ert ad seigja og bara anægjulegt ad sja folk færa raunhæf røk fyrir skodunum sinum,Omar hversvegna fer fiskurin a erlendan markad?,er tad ekki ad miklum hluta af tvi ad tad fæst ekki tad verd her heima sem tarf svo bædi utgerd og manskapurinn geti lifad af tvi,eg vildi gjarnan taka i hendina a teim forstjora/eiganda sem væri til i ad selja sina afurd fyrir inna vid helming tess  verds sem feingist fyrir sømu vøru annarstadar,ju tad er agætt verd a mørkudunum,en hver kaupir,leppar fyrir utlendingana en i beinum vidskiftum vid fiskvinslu ertu yfirleitt ad fa bara brot af tvi verdi sem fæst erlendis,ætli tad se ekki astædan fyrir utflutningnum,tad rekur eingin fyrirtæki ad godsemi einni saman

Þorsteinn J Þorsteinsson, 3.6.2011 kl. 00:13

17 identicon

Ómar, þú ert dæmigerður fyrir þessa umræðu ! Þú hefur sennilega ekki vit til að leita þér þekkingar eða nennir því ekki...

http://www.mbl.is/frettir/forsida/2011/03/29/fiskistofa_bidst_afsokunar/

Því miður ert þú dæmigerður fyrir alla þessa umræðu sem mun á endanum rústa þessu þjóðfélagi - AFTUR  

Arnar (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 08:35

18 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú meinar auðvitað ef evran lifir af, Guðlaugur og við tökum hana upp. Það eru enn áhöld um það.

Árni, ef sjálfstæðimenn mega ekki hafa skoðun á því hvað sé hagkvæmt og hvað það kostar að kollvarpa kerfinu þá ættirðu kannski að leggja til við ríkisstjórnina að banna Sjálfstæðisflokkinn. Það verður eflaust tekið vel í það. Ríkisstjórnin hefur ekki gert neina úttekt á því hvað þetta á allt að kosta en nú eru komnar fram tölur, sem sýna hver kosnaðurinn er við frumvarpið og það verður fróðlegt að sjá hvernig lýðskrumararnir í stjórninni taka á því.

Fólksflótti úr sjávarplásum hófst löngu áður en kvótakerfinu var komið á. Mölin heillaði meira en slorið.  En þú bendir á ágætan punkt "fólkið í sveltu sjávarplássunum hraktist frá eignum sínum óseldum". Þetta fólk kemur ekki aftur, en nú leggur þú til að sagan eigi að endurtaka sig á nýjum stað með nýju fólki. Í hverju felst það "réttlæti"?    

Ragnhildur Kolka, 3.6.2011 kl. 08:47

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Ómar, þú ert dæmigerður fyrir þessa umræðu ! Þú hefur sennilega ekki vit til að leita þér þekkingar eða nennir því ekki...http://www.mbl.is/frettir/forsida/2011/03/29/fiskistofa_bidst_afsokunar/

,,Réttar upplýsingar eru þær að á fiskveiðiárinu 2008/2009 var landað 20.663 tonnum af kvótabundnum botnfisktegundum í Vestmannaeyjum, að auki var landað 19.510 tonnum af kvótabundnum botnfisktegundum og sá afli fluttur óunninn á erlenda markaði. Hlutfall þess afla sem fór óunninn á markaði erlendis fiskveiðiárið 2008/2009, af heildarafla lönduðum í Vestmannaeyjum var því rúm 48 %. "

Og þegðu svo líú ræfill.

það er alveg furðulegt að engin skuli gera athugasemd við þetta framferði líú.  Svo er líka allskyns vigtunarfiff inní þessu og ætla ég eigi að hafa fleiri orð um.  Og menn skili hafa aran á sér þegar líú er annarsvegar nú.  þeir eru trylltir og til alls vísir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.6.2011 kl. 10:20

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér er gjarnt að bregða skapi Ragnhildur þegar ég sé eða heyri fólk taka til máls undir flokksfána en veit ekki um hvað málið snýst sem er í umræðu. Ég er einn af þeim fáu undarlegu sem aldrei hef gelt nema af eigin hvötum.

Það eru ekki bara talsmenn ríkisstjórnarinnar sem krefjast innköllunar á kvótanum. Það hefur t.d. enginn bent á að nokkur sjálfstæðismaður eigi hlut að rekstri Nónu á Hornafirði.

Þetta fyrirtæki rekur tvo trillubáta og hefur - að mér skilst -500 þorskígildistonn í kvóta. Þetta er dótturfyrirtæki Skinneyjar - Þinganess á Hornafirði. Greiddi eigendum 600 milljónir í arð og lét svo afskrifa 2,6 milljarða skuld við bankann sinn.

Þetta er hagkvæmni útgerðar á Íslandi Ragnhildur. Og ef þessi hagkvæmni er reiknuð inn í dæmi LÍÚ, Útvegsmannafélags Vestmannaeyja, Sóldarvinnslunnar á Neskaupsatað o.s.frv. auk Sjálfstæðisflokksins um ragnarök/innköllun kvóta þá máttu trúa því að það eru ekki bara vinstri menn og vondir sem vilja endalok kvótakerfisins í núverandi mynd.

Ég hef barist gegn þessu kerfi frá því að það fyrst barst í tal en aldrei haft hagsmuna að gæta.

Ég ber takmarkalausa virðingu fyrir frelsi einstaklingsins til athafna.

Ég ber enga virðingu fyrir pilsfaldakapitalisma.

Árni Gunnarsson, 3.6.2011 kl. 10:20

21 identicon

Ómar lestu áfram og birtu tölurnar fyrir tímabilið á eftir þar sem miklar breytingar hafa átt sér stað. Ef þetta væri á hinn veginn, þeas tölurnar væru 40% 2008/2009 en 48% fyrir 2009/2010 hefðir þú sennilega hoppað hæð þína og fest hausinn enn frekar í eigin rassi og öskrað að allt væri að fara til andskotans !!! 

Nei það hentað í þetta skipti að draga það jákvæða út úr þessu og draga kannski þá ályktun að umhverfið væir að breytast.

Arnar (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 10:36

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Haa?  Eru líú-lingar bara almennt vangefnir. 

það má vel vera að þið lí-lingar getið kastað ryki í augu sjallabjálfa sem þið eruð reyndar órjúfanlega hluti af.

Þetta er allt óumdeilt.  Um helmingur óunninn frá Eyjum.

þar að auki er vigtunarfiff inní þessu og þar er nefnilega ýmislegt sem fjölmiðlar ættu að skoða nánar.  Eg veit alveg hvað er að ske þarna varðandi vigtunarfiffið - en ætla eigi að hafa orð um það sérstakleg vegna þess einfaldlega að LÍÚ-lingar eru trylltir núna og vísir til alls.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.6.2011 kl. 11:02

23 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Árni, ertu ekki dálítið fastur í fortíðinni? Hverjar eru afskriftir "Útvegsmannafélags Vestmannaeyja, Sóldarvinnslunnar á Neskaupsatað o.s.frv." sem þú tilnefnir.  Og hverjar hafa framfarir orðið í kunnáttu sjómanna í meðhöndlun aflans, en þú tilgreinir það sem ástæðu þess að útgerðir voru illa reknar sem svo aftur kallaði á gengisfellingar. Hafi einhverjar framfarir orðið þá hljóta þær að vera tilkomnar innan kvótakerfisins þar sem það er eina kerfið sem hefur verið við lýði. Við ættum því að þakkað kvótakerfinu fyrir framfarirnar sem orðið hafa um leið og við getum þakkað fyrir að hafa verið laus við víxlverkun gengisfellinga og launa síðustu 20 árin.  

Mér finnst virðingarvert að þú skulir vera svona mikill baráttumaður fyrir einstaklingsfrelsi og það væri frábært ef við gætum alltaf á öllum tímum gert það sem okkur langar til. Pétur Blöndal lagði til að hlutabréf í kvóta væru send til almennings sem síðan gæti ráðstafað eign sinni að vild. En ríkisstjórnin sem sat þegar kvótalögin voru sett kaus að láta veiðireynslu ráða og framsalslögin byggðu á hagkvæmnisrökum. Nú er lagt til að hagkvæmninni verði kastað út um gluggann og pólitískar atkvæðaveiðar teknar upp í staðinn.

Almenningur í landinu mun þurfa að borga þann brúsa.

Ragnhildur Kolka, 3.6.2011 kl. 11:17

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mörgum hættir til að tala um búseturöskun/búsetuflutninga sem áttu sér stað fyrir kvótakerfi og kalla það fólksflótta. Notkun orða verður hvorki bönnuð né leyfð um þetta efni fremur en önnur. Fólk hefur haft hneigð til að flytjast búferlum allt frá því sögur hófust. Það er engin minnsta ástæða til að ætla að 50 þúsund tonna byggðakvóti byggi Raufarhöfn upp að nýju, síður en svo. Málið er nefnilega svo einfalt að:

Það er nægur fiskur til að byggja upp strandbyggðirnar ef fólk vill búa þar áfram Þeir sem vilja flytjast á brott fara einfaldlega þangað sem þeir vilja, svo einfalt er það. Það er aftur á móti sjálfsagt mál að þeir sem vilja búa á Raufarhöfn og lifa á trilluútgerð t.d. eigi kost á því. Og ég sé enga ástæðu til að fiskurinn sem þessir karlar draga sé dreginn af einhverjum öðrum.

Hvers vegna í ósköpunum er verið að gera þessi mál svona flókin?

Fólk sem ætlaði að setja upp sjóstangaveiði tengda ferðamennsku í gömlum útgerðarbæ varð að byrja á að kaupa kvóta!

Hvenær var heimskan lögfest á Íslandi?

Hvenær var pilsfaldakapitalismi lögfestur?

GAZZI, ég gleymdi þér. Auðvitað meinti ég Magnús Kristinsson og býst við að á vissan hátt sé hann ágætismaður þó ég samþykki ekki að þessar fjárfestingar hans utan við útgerð séu til komnar óháð útgerð. Ég hef heldur ekki neitt á móti því að útgerð skili eigendum arði og vil meira að segja að hann sé sem mestur. En að menn eins og M. Kr. geti ekki greitt gjald af aflaheimildum til ríkisins er nokkuð sem ég skil ekki. Veist þú GAZZI hversu miklar aflaheimildir M.Kr. fékk ókeypis þegar kvótinn var settur á? Hefur hann kannski keypt allan sinn kvóta?

Ergo: Hafró heldur allri útgerð á Íslandi í gíslingu og ég hef það mjög á tilfinningunni að unnt sé að auka þorskkvótann verulega en legg ekki í að nefna aðrar tegundir. Ég tel einboðið að gefa handfæraveiðar frjálsar og veit að með því fá sjávarþorpin aftur þann kraft sem í þeim bjó. ´Ég veit að fjöldi manna mun álpast til að kaupa sér bát og færarúllur en gefast upp þegar á fyrsta sumri. Þetta er bara eins og annað hjá okkur, við þurfum tíma til að koma skikki á hlutina og skilja að það verða ekki allir ríkir á útgerð.

Ljótustu dæmin eru hinsvegar þau að selja aflaheimildir fyrir milljarða sem ríkið afhenti endurgjaldslaust; stinga af með söluverðið en skilja kaupandann eftir með skuldina.

Árni Gunnarsson, 3.6.2011 kl. 11:26

25 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Hvað er athugavert við það að fyrirtæki sem að ætlar að veiða fisk þurfi að kaupa kvóta ?

nú veit ég það, að eigin reynslu, að það er ekkert mál að veiða 3 - 400 kg á stöng á dag. (og hægt að fara í raun miklu hærra)

það eru 2 - 4 stangir á bát, og ef að ég man rétt, eru gerðir út 11 bátar í einu fyrirtæki sem að er í þessum bransa.

segjum 300 kg x 3 (stangir á bát) x 11 (bátar) x 100 (dagar á veiðum)

990 tonn sem að þetta fyrirtæki gæti komið með.

afhverju í ósköpunum á ekki að þurfa kvóta fyrir þessu ?

 sértaklega þar sem að fiskur er seldur, og síðan þar að auki rukkað fyrir bátinn.

Árni Sigurður Pétursson, 3.6.2011 kl. 12:08

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst þessi fyrskipun um kvótakaup glórulaust bull í tilliti sjóstangaveiði.

Það er heilmikið við það að athuga að einstaklingar séu að selja þjóðareign sin á milli. Og það er heilmikið við það að athuga að atvinnustarfsemi af þessum toga sé háð veiðileyfum og kvótasetningum. Frá hverjum væru þessi verðmæti/afli tekin?

Á þá einhver annar en þjóðin fiskinn í sjónum?

Það væri- og er - ekkert við það að athuga að greiða gjald fyrir þann afla sem veiddur er á sjóstöng rétt eins og nú er gert ráð fyrir í frumvarpi sjávarútvegsráðherra sem lagt er fram til að rústa Vestmannaeyjum eins og alþjóð veit.

En að kaupa til þess kvóta...góðan daginn!

Árni Gunnarsson, 3.6.2011 kl. 12:56

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég vil senda sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt sjávarútvegsráðherra til Færeyja og láta þetta fólk kynna sér útgerð og veiðkerfi hjá þjóðinni sem á alla sína afkomu undir sjávarafla. Þá held ég að færi fljótlega að hitna undir vísindamönnum Hafró og þá færum við kannski að skilja að með sóknarmarkinu verndum við lífríkið en með aflamarkinu hegðum við okkur eins og skepnur í umgegninni.

Árni Gunnarsson, 3.6.2011 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband