Íslendingar kæri Breta til ESA vegna viðbragða þeirra við fall bankanna.

Íslendingar eiga að senda inn kæru til ESA vegna framferðis Breta í aðdraganda hrunsins og strax eftir hrun. Bretar settu á okkur hriðjuverkalög sem er brot á EES samningnum. Þeir frystu 1 milljarð punda inn í Englandsbanka á vaxtalausum reikningi. Það er brot gegn Íslendingum. Þeir krefja okkur um vexti á kröfunni en greiða enga vexti á innistæðu 1/3 af kröfu þeirra sem var bundið inn í Englandsbanka.

Skilanefnd LÍ fékk ekki aðgang að þessum milljarði eins og henni bar samkvæmt EES samningnum. Skilanefndin fékk ekki tækifæri á að ávaxta þetta fé eins og annað fé sem hún hafði til ráðstöfunnar fyrir hönd kröfuhafa.

Að framangreindu þá er það augljóst að Bretar brutu EES samninginn með sínu framferði. Hollendingar sátu hjá en héldu uppi kröfum á sama meiði og Bretar. Það var töluvert fé inn á reikningum í Hollenskum bönkum sem skilanefndin komst ekki í færi við, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Það er mín einlæga von að þetta mál fari fyrir dómstóla og við fáum úrskurð sem getur orðið fordæmagefandi í framtíð. Ég hef nú þá trú að Bretar fari ekki með þetta mál áfram vegna þess að þeir gætu skotið sig í fótinn. Ef þeir vinna málið þá eru þeir í raun að tapa hundruðum milljörðum í kröfum frá innistæðueigendum í gjaldþrota breskum bönkum í öðrum löndum en Bretlandi.

Við verðum að fá þetta mál útkljáð fyrir dómstólum sem fyrst, svo við vitum hvar við stöndum þegar næsta bankahrun verður á Íslandi. Það gæti komið fyrr en seinna vegna vafasamra stöðu bankanna í dag.


mbl.is Brugðust ekki skyldum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband