Hverju orði sannara. Gullfoss er athyglisverðasti staðurinn sem erlendir gestir heimsækja hér á landi.

img_0266.jpgÍ mörg ár hefur Gullfoss staðið upp úr sem eftirtektarverðasti staður sem erlendir gestir heimsækja. Margir halda því fram að hann sé sá fallegasti í veröldinni. Ég er nú hjartanlega sammála þeim.Það þarf að laga til í kringum svæðið og girða af með öflugri girðingu svo fólk fari sér ekki í voða þar upp frá.
mbl.is Gullfoss með fallegustu fossum heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svo sannarlega er Gullfoss með fallegustu fossum heims. Hvort hann sé athyglisverðasti staðurinn á Íslandi sem erlendir ferðamenn upplifa er eg sem leiðsögumaður ekki sammála. Mjög margt heillar erlenda ferðamenn: Stuðlabergsklettarnir við Arnarstapa, fjaran við Hellna og á Djúpalónssandi, Hraunfossar í Borgarfirði, Fjallfoss eða Dynjandi í Arnarfirði, hraunin við Leirhnjúk og Dimmuborgir, Hengifoss á Austurlandi, Vatnajökulþjóðgarður, Jökulsárlónið, Fjarðárgljúfur, Skógafoss, Seljalandsfoss, Dynkur í Þjórsá, Gjáfoss og Háifoss í Þjórsárdal, Þjórsárver og margt, margt fleira.

Erlenda ferðafólkið er með mjög mismunandi væntingar. Sumum finnst jafnvel þögnin vera eitt það merkilegasta sem það upplifir. Kannski norðurljósin.

Allt eru þetta mikil djásn sem við verðum að varðveita eftir mætti. Sumt er komið ansi nálægt eyðileggingu eins og Dynkur.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 22.3.2011 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband