20.3.2011 | 16:28
Íslensku bankarnir eru á ábyrgð Ríkissjóðs sem ábyrgist allar innistæður í bönkunum.
Það er undarlegt að bankastjórnir íslensku bankanna hækkuðu laun stjórnenda um 100% án þess að taka tillit til þeirrar staðreyndar að bankarnir eru á ábyrgð ríkissjóðs. Allar innistæður í bönkunum eru ríkistryggðar og þar með undirstaða undir rekstur þeirra. Ef ríkisstjórnin félli frá ábyrgð sinni þá færu bankarnir á hausinn þegar almenningu tæki út allt sparifé sitt.
Forsætisráðherra hefur fullkomlega rétt á þessari kröfu fyrir hönd hins almenna borgara að krefjast afturköllunar á hækkunum.
Það sem olli hruninu voru þessi ofurlaun bankastarfsmanna sem leiddi út í tvíræða gjörninga sem ekki stóðust í raunveruleikanum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.