Geir Hilmar Haarde bjargaði þjóðinni með neyðarlögunum þann 6. október 2008

Það má með sanni segja að Geir H Haarde eigi annað skilið en yfirvofandi réttarhöld fyrir Landsdómi.

Geir gekk þannig frá hnútunum á ögurstundu að við erum að komast út úr hruninu á ótrúlegum hraða. Þetta veltur allt á neyðarlögunum sem hann setti. Frábært.

Bjarni Benediktsson hefur tekið afar skynsama afstöðu til Icesave samningsins. Ég vona að það verði áfram farsælt samstarf allra flokka á þinginu til að ná settu marki fyrir okkar þjóð.


mbl.is Lófaklapp í lok ræðu Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já það er rétt hjá þér, Guðlaugur. það er mikið óréttlæti sem Geir h. þarf að ganga í gegnum. En ég er ekki sammála þér með ákvörðun Bjarna Ben. að rúlla þessu yfir almenning. Það er líka til alþjóðardómstóll ef ESA fer ekki eftir reglugerðum sínum. Islendingar mega bara ekki láta rúlla svona yfir sig.

Eyjólfur G Svavarsson, 5.2.2011 kl. 15:48

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Fyrirgefðu, þetta fór fór eitthvað úr böndunum, með letrið!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.2.2011 kl. 15:49

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Eftir lestur á grein eftir Lárus Blöndal á Vísir.is í dag held ég að það sé rétt ákvörðun að samþykkja þennan samning,áhættan er of mikil að fara með málið fyrir dómstóla. Við íslendingar getum ekki vænst neins stuðnings frá öðrum þjóðum, það hefur sýnt sig að undan skyldum Færeyingum og kannski Pólverjum. Við höfum ekki efni á að taka stóra áhættu.

Ragnar Gunnlaugsson, 5.2.2011 kl. 16:08

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Við verðum að nota skynsemina í þessu máli. Við vitum nokkuð hvað er í vændum er varðar greiðslur. Hitt er óútfylltur tékki.

Guðlaugur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband