Fiskurinn sem deilt er um er að hverfa. Það eru eftir 130.000 tonn á ári.

Það er svo ankanalegt að hlusta á útgerðarmenn og aðra sem hagnast á auðlind þjóðarinnar þegar þeir eru að lýsa því yfir að ef breyting verður á kvótakerfinu þá fari allt til fjandans.

Árið 1984 þegar úthlutun hófst var úthlutað 360.000 tonn af þorski. Í dag er þetta magn komið niður í 130.000 tonn. Hvar eru þessi 230.000 tonn sem vantar upp á eða jafnvel 360.000 tonn sem eru bæði þessi 230.000 tonn sem eru horfin og þau 130.000 tonn sem búist var við að bættust við vegna þeirrar "verndar gegn ofveiði" sem var jú markmiðið með kvótakerfinu?


mbl.is Gagnrýnir þingmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Guðlaugur þetta er skrýtin pólitík hjá útgerðamönnum. Eina sem þeir einblína á er að geta veðssett eitthvað hugtak sem heitir "Kvóti". Hagur þjóðarinnar og réttur annarra að koma inn í þessa atvinnugrein skiptir þetta fólk engu.

Hér var mjög gott og þjált kerfi í notkun við stjórn veiðanna fyrir 1984 og reyndist það vel bæði við verndun og uppbyggingu fiskstofnanna og við að hámarka afrakstur. Þetta var sennilega eitt besta og réttlátasta fiskveiðistjórnunar kerfi í heiminum þá.

Maður skilur ekki hvernig græðgin og siðblindan getur umturnað fólki. Þeim er sama hvort þeirra Kvotakerfi er það besta fyrir þjóðina eða ekki bara að þau fái að sitja ein að veiðunum og að magnið haldist innan vissra marka svo verðið á "kvóta" haldist hátt. Um þetta snýst málið sjá Hannes Hólmstein á youtube

Ólafur Örn Jónsson, 3.2.2011 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband