Sjávarútvegurinn skuldar 540 milljarða. Allar tekjur fara í lækkun skulda.

Það er ekki grundvöllur fyrir frekari fjárfestingu í geiranum. Allt tal um óvissu er rugl. Það er ekki nein óvissa það er vissa fyrir því að greinin verður að greiða niður skuldir á næstu árum eða á meðan skjólstæðingar bæjastjóranna eru aðeins á hálfum launum. Það er ótrúlegt að verkalýðsforkólfar á Akureyri séu að tala fyrir hönd útgerðar í stað þess að einhenda sér í því að ná fyrri launum umbjóðenda sinna það er að segja að hækka þau um 100% frá 2007.

Laun verkafólks og allra launþega eiga að vera gengistryggð. Það er afar auðveld leið til að tryggja jafnrétti í þjóðfélaginu. Launþegar verða þá ekki sviptir stórum hluta launa sínum vegna misvitrar fjármálastefnu stjórnvalda.

Launafólk í fiskiðnaðinum er um 4500 og ef við miðum við að hagnaður sjávarútvegsins var 45.000.000.000 (45 milljarðar) þá er hagnaðurinn á hvern starfsmann í vinnslunni um 10.000.000 (10 milljónir).

Bæjarstjórar! Gætið hagsmuna íbúanna ekki síður en sjávarútvegsins.


mbl.is Forðast frekari fjárfestingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband