Tvö furðuleg frumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi.

Annað frumvarpið er um ríkisborgararétt rússnesks rithöfundar sem hefur hafnað honum á þeim forsendum að hann vill ekki verða íslenskur ríkisborgari. Frumvarpið liggur frammi enn þrátt fyrir að það var afþakkað.

Hitt frumvarpið er um þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin dragi til baka umsókn Íslands um aðild að ESB. Rökin fyrir þessu eru þau að það sé svo dýrt að halda áfram og eins að það sé ekki meirihluti fyrir aðildinni. Ég vil benda þingmönnum á að það eru um 80% þjóðarinnar sem vill sjá hvað er í boði áður en þau taka afstöðu um inngönguna.

Þau rök eru einnig talin fram að það sé búið að eyða svo miklu fé að það sé ekki forsvaranlegt. Það er ekki forsvaranlegt að hætta núna og með því kasta á glæ þeim fjármunum sem eytt hefur verið í umsóknarviðræðurnar.

Það hlýtur að vera takmörk fyrir því hvað hægt er að ganga langt í ruglinu á Alþingi.


mbl.is Vilja draga umsóknina til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Heyrðu karlinn rökin eru að við viljum þetta ekki og vildum aldrei en það að segja Alþingi að við fólkið viljum ekki halda áfram með umsóknina sem ef ólögleg samkvæmt stjórnarskrá og ólögleg samkvæmt hegningalögum kafla X grein 86 ofl æsir þau bara upp á móti okkur, viltu gjöra svo vel að lesa þetta http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1126470/ Það að þrír ráðherrar brjóti lög svona gjörsamlega sínir glæpsaman brotavilja. Ég reikna með að þú sért ekki sinnaður á þann hátt.

Valdimar Samúelsson, 31.1.2011 kl. 16:53

2 identicon

Að sjálfsögðu á að draga þetta aðlögunarferli til baka.Þetta er ekki umsóknarferli heldur er þettað orðið aðlögunarferli,og ÞJÓÐIN vill ekki inní þetta Mafíuveldi sem  ESB  er. Þingmenn koma svo,við erum nýbúin svo til að fá lýðræði glötum því ekki inní þetta ESB Mafíuveldi. ALDREI  ESB  ALDREI.

Númi (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 16:54

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þetta er valdníðsla gagnvart okkur. Við viljum vita hvað er í boði svo við getum tekið skynsamar ákvarðanir í þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust.

 Við fólkið ( meirihlutinn) viljum fá að vita hvað er í boði. Þið sem viljið ekki vita hvað er í boði þá huggið ykkur heima og látið okkur í friði sem viljum kanna inihald ESB fyrir okkur. Aldrei ESB NEMA GOTT SÉ...................Það er jákvæða lífsviðhorfið í dag.

Guðlaugur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 16:59

4 identicon

Sennilegast ertu að vitna í könnun sem var í Fréttablaðinu,þar sem sagði að meirihluti þjóðarinnar vildi halda áfram í þeim gír sem það er nú þetta''aðlögunarferli,,(könnun) Hvað er að marka þennan Samfylkingarpistil sem Fréttablaðið er.?

Númi (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 17:19

5 identicon

Minni þig á Guðlaugur,að í kynningu á sjálfum þér að þá segist þú vera''málefnanlegur og mannblendin,,..............

Númi (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 17:21

6 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það eru um 10% á móti og 10% með ESB núþegar en 80% vilja sjá hvað kemur út úr viðræðunum.

Þetta með Samfylkinguna og Fréttablaðið er ekki svara vert.

Guðlaugur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 17:28

7 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Númi. Já ég er það. Ég er innan um þessi 80% og er þar málefnalegur í meira lagi.

Guðlaugur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 17:29

8 identicon

Guðlaugur!hvaðan hefurðu þessar prósentuupplýsingar.?

Númi (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 17:29

9 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það eru 10% með ESB og 10% á móti samhvæmt könnunum frá því í fyrra. Það skilur okkur hin frá þessum hópi og er því 80% af þeim sem tóku afstöðu.

Guðlaugur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 17:32

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnlaugur hverjir eru þessir við. ´þið hafið aldrei fengin leifi til þess að setja landið í söluferli hvað þá að selja það. Farðu bara til meginlandsins en þar gætir þú notið þín. 

Valdimar Samúelsson, 31.1.2011 kl. 17:52

11 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég og restin af 80% hópnum. Þú og þessi 10% hópur sem veður um með yfirgang og frekju og níðist á hinum 90% eruð ekki tilbúin að fórna tækifærinu sem mun bjarga þjóðinni frá glötun.

Guðlaugur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 17:59

12 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þessi könnun sem þú Guðlaugur ert að vitna í var dregin út frá svari 800 manna... Það var rúmlega 70% sem tóku þátt. Man ekki nákvæmlega, það var líka spurt í sömu könnun um Icesave...

Að ætla að halda því fram að þetta sé niðurstaða þjóðarinnar er fyrra....

Það er ljóst að meiri hluti þjóðarinnar vill ekki í ESB og ekki borga Icesave...

Það er spurning hvort einhver sé með nánari upplýsingar um könnun þessa sem og þann aðila sem hún var gerð fyrir...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.1.2011 kl. 18:19

13 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þessi könnun er ekkert frábrugðin venjulegum könnunum. Þessi niðurstaða er afgerandi þó svo að skekkjumörkin sé ívið meiri vegna fámennis þá er samt mikil meirihluti sem vill sjá niðurstöðu til að geta tekið afstöðu á grundvelli staðreynda. Taugaveiklunin hjá andstæðingum ESB er að stigmagnast vegna þeirra staðreynda að þeir eru betur og betur að gera sér grein fyrir vonlausri baráttu sem þeir eru í núna.

Guðlaugur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 18:27

14 identicon

Guðlaugur geturðu nefnt hvaða könnun.?

Númi (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 21:58

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Valdimar. Það felst ekkert "söluferli" í aðild að ESB. ESB eru samtök fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu, sem öll hafa haldið fullveldi sínu og sjálfstæði auk þess að halda öllum sínum auðlindum. Það sama mun eiga við um Ísland ef við göngum í ESB.

Það hafa að minsta kosti tvær nýlegar skoðanakannanir bent til þess að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill klára umsóknarferlið við ESB og kjósa um aðild þegar samningur liggur fyrir. Það merkir ekki að meirihluti þjóðarinnar vilji ganga í ESB heldur aðeins að þeir vilji að ferlið verði klárað og kosið um niðurstöðuna.

Sigurður M Grétarsson, 31.1.2011 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband