Setjum löndunarbann á loðnuveiðiskipin strax í dag.

Það er augljóslega verið að ganga á bolfiskstofnanna með allri þessari loðnuveiði. Það er of seint að berjast fyrir bolfisktofnunum þegar þeir eru komnir í útrýmingarhættu og öll loðna horfin úr lögsögu okkar.

Það er til lítils að verja sjávarútveginn í samningum okkar við inngöngu inn í ESB ef enginn er fiskurinn. Við virðumst vera að fara í sama farið og Danir lentu í þegar sandsílin hurfu úr Norðursjónum eftir gengdarlausar veiðar þeirra í áratugi. Það eina sem kom upp með trollinu voru slitnir strigaskór og niðursuðudósir.

Við verðum að verja fiskistofnanna og banna loðnuveiðar strax í dag.


mbl.is Ósammála um löndunarbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband