Samninganefndin með umboð frá forsetanum?

Væri ekki ráð að fá grænt ljós hjá forsetanum áður en farið er í víking til London?
mbl.is Samninganefndin farin til London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Samninganefndin hefur ekkert umboð. Þjóðin hafnaði þessari ábyrgð í þjóðaratkvæðagreiðslu þótt fíflið hann Steingrímur Joð skilji það ekki.

corvus corax, 8.12.2010 kl. 12:58

2 identicon

Þjóðin hafnaði ekki ábyrð í þjóðaratkvæðagreiðslunni, hún hafnaði fyrirliggjandi samningi. 

En ef þú heitir réttu nafni Sigmundur Davíð þá skil ég vel að þú gerir ekki greinarmun á þessu tvennu.

Birkir (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 13:31

3 identicon

Það kemur s.s. í ljós að það er eitthvað meira eftir en "smotterí" eins og Nágrímur bæði og Nornin hafa boðað í gríð og erg....

Samininganefndin er s.s. loks nú að fara af stað til að ath hvað sé hægt að gera og á eftir að koma aftur með aðra "glæsilega niðurstöðu" á láni sem okkur ber engin skylda til að greiða!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 13:33

4 Smámynd: corvus corax

Birkir hefur greinilega ekki hugmynd um hvað hann er að tala ...nema hann kannski heiti Sigmundur Davíð réttu nafni. Þjóðin hafnaði ekki samningi um IceSave skuldbindinguna heldur hafnaði hún ríkisábyrgð á láni til Tryggingasjóða innstæðueigenda fyrir hönd ríkissjóðs, til að standa straum af greiðslum til breska og hollenska ríkisins vegna greiðslna þeirra á innstæðum á IceSave reikningum í þeim löndum. Eða eins og spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni hljóðaði orðrétt:
„Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?“

Skynsamlegt að kynna sér málin áður en maður geysist fram á bloggvöllinn með einhvern heimatilbúinn misskilning, Birkir!

corvus corax, 8.12.2010 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband