Afskriftir ÍLS vegna húsnæðis utan höfuðborgarsvæðið?

Það er alltaf þak á lánum ÍLS og voru lánin aldrei hærri en 18 milljónir af húseign sama hvað hún kostaði umfram þá upphæð. Hvernig getur staðið á því að afskriftir séu svona miklar hjá ÍLS? Er það vegna húsnæðis á landsbyggðinni sem lánað var upp að hámarks láni en markaðsverð langt fyrir neðan þá upphæð? Skýring óskast.
mbl.is Afskriftir hafa aukist verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki er víst að þessar afskriftir séu allar utan höfuðborgasvæðis, þó það væri rökrétt. Staðreyndin er sú að eftir að bankarnir fengu heimild til að lána til húsnæðiskaupa, neituðu þeir nánast öllum lánumsóknum af landsbyggðinni. Því eru nánast öll húsnæðislán utan stór Reykjavíkur hjá ÍLS, þó stofnunin hafi einnig lánað til húsakaupa á stór Reykjavíkursvæðinu.

Landsbyggðin fór að mestu á mis við þá geggjun sem varð hér í undanfara hrunsins, því hefur það haft minni áhrif þar en ella. Hellstu áhrif hrunsins þar eru aukin skattpíning og aðgerðir stjórnvalda. 

Gunnar Heiðarsson, 6.12.2010 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband