Samruni Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna?

Það yrði "saga til næsta bæjar" ef þetta yrði fyrsta skerfið í samruna D-lista og VG. Vonadi sjá Sjálfstæðismenn hættuna í þessu ferli og sætta sig við umsóknina eins og hún hefur þróast. Það er ekkert fyrirfram frágengið í þessari umsókn um aðild að ESB. Þjóðin mun kjósa um aðildina þegar samningar liggja fyrir.

VG eru ekki að verja nein fríðindi né réttindi heldur er þetta ekkert annað en þjóðrembuháttur og einangrun frá umheiminum. Á.E.D er umhugað um afkomu sína í landbúnaði og vill enga samkeppni sem mundi skapa lægra verð fyrir neytandann. Sjálfstæðisflokkurinn er að vernda hagsmuni LÍÚ og kvótakerfið. U.B.K. er málpípa LÍÚ og tekur upp hanskann fyrir þá.

Fiskveiðistofnarnir sem eru staðbundnir eru eign Íslands (ekki LÍÚ). Þessir stofnar munu verða í íslenskum höndum frá fyrstu tíð og frameftir. Ísland á ekki sameiginlegar sjávarauðlindir með ESB nema í þeim tilfellum sem eru flökkustofnar og ferðast á milli lögsagna landanna.

Sameiginlegar fiskiauðlindir ESB landanna byggjast á sameiginlegum hafsvæðum og þar af leiðandi þeim fiskistofnum sem þar eru vistaðir.


mbl.is Unnur Brá varaformaður Heimssýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvergi í Lissabon-sáttmálanum, grundvallarlöggjöf Evrópusambandsins, er minnzt einu orði á staðbundna fiskistofna eða samliggjandi hafsvæði. Þar er aðeins talað um sjávarútvegsmál og líffræðilegar auðlindir hafsins punktur og að stjórn þeirra mála sé alfarið í höndum sambandsins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.11.2010 kl. 14:06

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Lissabon-sáttmálinn byggist á núverandi stöðu þeirra landa sem eiga sameiginlega lögsögu. Lissabon-sáttmálinn breytir ekki staðreyndum. Það eru engin lönd innan ESB sem eru sjálfstæð og með óskipta lögsögu eins og Ísland. Það þarf að breyta sáttmálanum svo að hann samræmist staðreyndum í hinu nýja ESB með Ísland innan borðs.

Guðlaugur Hermannsson, 30.11.2010 kl. 14:11

3 identicon

Af hverju ertu að svara manni sem heldur úti bloggsvæði einhliða til höfuðs ESB, mokar þar út óhróðri og leyfir svo engar athugasemdir á svæðinu. Maðurinn er klárlega málpípa hagsmunaaðila og þiggur væntanlega greiðslur fyrir afstöðu sína og skrif. Hræsnin er yfirgengileg. Það er mín skoðun að sthugasemdum Hjartar eigi að eyða eða í það minnsta hunsa.

Páll (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband