Sækjum um styrk til Norðurlandanna til að reka heilbrigðisþjónustu okkar.

Staðan í dag er orðin svo alvarleg að við verðum að leita til hinna norðurlandanna um styrk til að reka heilbrigðisþjónustuna hér á landi. Það er ekki hægt að bjóða upp á þetta öryggisleysi. Ég tel að hinar norðurlandaþjóðirnar verði viljugar til að hlaupa undir bagga með okkur og styrkja okkar heilbrigðisþjónustu með fjárframlagi sem gæti dugað til að sleppa niðurskurðinum.

Stöndum vörð um sjálfsögð mannréttindi og sláum skjaldborg um heilbrigðisþjónustuna í landinu.


mbl.is Hjúkrunarráð telur öryggi sjúklinga stofnað í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Styrkur til "hinna" norðurlandaþjóðanna -

þú ert nú skemmtilegur - þær þjóðir kæra sig ekkert um okkur - það liti bara illa út ef þær skildu okkur eftir -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.11.2010 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband