Viljum við annað bankahrun? ESB er okkar trygging fyrir velferð.

Þetta taugaveiklunarlega frumhlaup VG er eins og flugeldasýning. Við náum ekki stöðugleika nema með inngöngu í ESB. Burt með krónuna sem setti allt á hausinn hérna þegar "spákaupmenn" bankanna tóku stöðu gegn krónunni.

Það er ekkert sem kemur í stað ESB fyrir okkur. Allar þjóðir Evrópu sem eru inn í ESB ERU SÁTTAR. Ef okkur líkar ekki veran í ESB þá er bara að segja sig úr því.

Sjávarútvegurinn er kominn í kvótakerfi sem sett var 1984. Þegar það var lögleitt þá var þorskkvótinn 380 þúsund tonn en er nú 150 þúsund tonn. Hvað varð um þessi 230 þúsund tonn? Eru þau svo vel vernduð að þau finnast ekki? Með þessu áframhaldi hverfur þorskurinn af miðunum og ekkert verður eftir eða sem verr er að kaupendur hætta að kaupa íslenskan þorsk vegna þess að veiðar á honum eru ekki sjálfbærar, saman ber rauðsprettuna í Danmörku.

Ásmundur Daði Einarsson stingur upp á því að við gerum tvíhliða samninga við Bandaríkin til að koma í stað ESB. Með þessu er hann að viðurkenna að við getum ekki verið ein á báti í hinum stóra heimi.

Með því að ganga inn í ESB þá erum við að ganga inn í annað umhverfi og verða þátttakendur í 500 miljóna samfélagi og þurfum ekki að ergja okkur yfir smæð markaðarins hér heima. Við getum haft viðskipti beint við önnur fyrirtæki í ESB eins og þau væru á ÍSLANDI.


mbl.is Fleiri taka undir áskorun á VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær samantekt, innilega sammála þér.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 08:37

2 identicon

Ég er nú sífellt að eiga viðskipti við ESB ríki, og það ER næstum eins og þau séu á Íslandi. Gengur vandræðalítið.

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 09:14

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Jón Logi! Er það nóg? Ertu ekki að gjaldeyir sem þú þarft að skipta yfir í íslenskar krónur?

Guðlaugur Hermannsson, 25.10.2010 kl. 09:18

4 identicon

Það er nú meiri froðan sem vellur uppúr ykkur aðildarsinnum, eins og esb sé besta og í raun eina lausnin í stöðunni.

Ég veit ekki hvort þið séuð svona rosalega blinduð af ljósinu sem þið sjáið koma þaðan eða þá að þið munuð græða eitthvað persónulega á því ef að esb nær að plata okkur upp í gin ljónsins.

Maybe a littlebit of both?

Guð hjálpi ykkur, því ykkur veitir greinilega ekki af því...

Geir (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 09:41

5 identicon

Þú virðist eitthvað hafa ruglað saman orðum, því það mætti skilja þín skrif á þann veg að þú sért að halda fram að allar þjóðir innan ESB séu sáttar. Það væri náttúrulega stórfurðulegt að halda slíku fram.

Jón Flón (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 09:49

6 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Jón Von Flón. Hvaða þjóð er ósátt við ESB? Það eru menn og konur ósátt við veru þeirra í ESB. En það er ekki nægjanlegt til að segja upp samningum vegna þess að þeir eru aðein lítill hluti kjósenda í þeim löndum.

Guðlaugur Hermannsson, 25.10.2010 kl. 10:22

7 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæll Geir. Ljósið er ekki í dimmunni hér á landi þaðer eitt sem víst er. ESB er ekki vígvöllur heldur markaðstorg framtíðarinar. Það sem ég mun græða á inngöngu er það að börnin mín og barnabörn fá betra og öruggara líf. Það er mesti gróðinn sem hægt er að öðlast.

Guðlaugur Hermannsson, 25.10.2010 kl. 10:26

8 identicon

Hvað gerist ef USA fara inn í alvöru kreppu eins og á Íslandi?
Hvaða afleiðingar mun það hafa á styrk evrunnar? Gæti það valdið því að fleiri ríki en Grikkland fara á brúnina?
Veistu hvernig Seðlabanki bandaríkjanna virkar og hvað USA eru í rauninni skuldsett?
Hvað með tengsl seðlabanka USA og AGS?
Hvernig er staðan í stærstu evru ríkjunum og megum við búast við að kínverski gjaldmiðillinn verði settur inní SDR staðal AGS? Hvað mun það gera fyrir evruna?

Hvað myndi gerast ef einhver einn risastór alþjóðlegur banki myndi rúlla?
ESB er engin stöðugleika paradís þar sem allt gengur upp af því að það er svo mikið af reglugerðum sem eiga að koma í veg fyrir alvöru hrun.

Og hvar stöndum við innan ESB ef Ísrael og Íran fara í stríð? Styðjum við það þá ósjálfrátt sem meðlimir?

Ef að það er EKKERT sem kemur í stað ESB fyrir okkur, þá vill ég líka sjá skotheld rök fyrir næstu 100 árin fyrir því að Íslandi sé best borgið sem fullgildur meðlimur, þú talar jú um börn og barnabörn.

Og hvað svo með þetta:
"Ms. Jóhanna Sigurðardóttir, Prime Minister of Iceland met today with Mr. José Manuel Barroso, President of the European Commission and Mr Olli Rehn, Commissioner for Enlargement and Commissioner Designate for Economic and Monetary Affairs." - forsaetisraduneyti.is
"In 2005 Die Welt reported that Barroso had spent a week on the yacht of the Greek shipping billionaire Spiro Latsis. It emerged soon afterwards that this had occurred only a month before the Commission approved 10 million euros of Greek state aid for Latsis's shipping company - though the state aid decision had been taken by the previous European Commission before Barroso took up his post." - wikipedia.org
Hvað var Barroso að gera þarna í heila viku?

H. Valsson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 14:27

9 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þú talar um hvað geti gerst í USA og ESB í framtíðinni. Erum við betur stödd utan ESB ein á báti? ESB er betra fyrir okkur hvað sem skeður í framtíðinni. Við fáum ekki annan "sjéns" ef allt hrinur hér aftur.

Guðlaugur Hermannsson, 25.10.2010 kl. 21:35

10 identicon

Guðlaugur, þetta eru ekki nógu sterk rök. Hvernig er ESB betra fyrir okkur, hvað sem skeður í framtíðinni?

Tékkaðu á þessu um evrópska seðlabankann -þessi frétt er ekki sönnun, ekki frekar en þín rök, eða mín rök, en við verðum að reikna með því versta og plana út frá því, annars gætum við allt eins lent í öðru hruni og þá með evruna sem gjaldmiðil.

Það hlýtur að vera þitt markmið, eins og mitt, að á Íslandi ríki sú velferð og lýðræðishefð sem við þekkjum.

Það er hægt að laga margt á Íslandi án þess að gera það á forsendum ESB
Og hvað ef það yrði gerð lagabreyting eftir 30 ár innan ESB sem kveður á um að öll evrópuríkin skipti sem sér heildarfiskveiðikvóta sambandsins og deili því niður á íbúafjölda? Hvað með vatnsnýtingarrétt og aðrar auðlindir?

Persónulega finnst mér sanngjarnast að hver og einn íbúi Íslands hafi sömu réttindi og það á að sjálfsögðu að eiga við um Evrópu sambandið líka.

Hefurðu pælt í kostnaðinum sem gæti hlotist af miðstýringu frá Brussel á lyfjalöggjöfum t.d.?

Við verðum að ræða allar hliðar, ekki bara stökkva inn núna vegna ótta við núverandi ástand.

Hvað með framleiðslu fjármagns? Er ekki hægt að gera það betur en það er gert í dag?

H. Valsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 13:49

11 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Við erum ekki a[ stökkva inn í ESB, við erum að að tryggja okkur á sem öruggastan hátt með því að gerast aðilar að ESB. Það eru litlar líkur á að við förum okkur á voða eins og haustið 2008. Með evru er allt "gengistryggt" einnig launin en ekki bara lánin. Þetta er það sem skiptir máli í dag. Með aðild að ESB erum við að eignast hlut í sterkum seðlabanka sem er Seðlabanki Evrópu. Það eru minni líkur á að hann fari á hausinn eins og Seðlabanki Íslands gerði haustið 2008.

Guðlaugur Hermannsson, 26.10.2010 kl. 17:53

12 identicon

Hvernig framleiðir Seðlabanki Evrópu peninga?

Ef það er gert með skuldsetningu eins og t.d. í USA, þá er voðinn vís, það hefur gerst of oft í sögunni til að hunsa það.
Hérna er ansi áhugaverð mynd um hvernig peningar eru settir í umferð, The Secret of Oz og er meðal annars fjallað um hrunið á Íslandi.

Þetta dæmi gæti í rauninni verið miklu mikilvægara en að vera með eða ekki í ESB. Ég hvet alla til að horfa á þessa mynd til að fá betri skilning á því hvernig efnahagskreppur verða til.

H. Valsson (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 17:02

13 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

ESB er best fyrir okkur. Við virðumst ekki geta verið ein og óháð. Ég veit um þessi mál hjá superríkjunum og er ekki að halda því fram að það veiti okkur öryggi. Það sem ég tel að sé best fyrir okkur er að við göngum inn í myntbandalagið og tryggjum okkur fyrir gengishruni krónunar.

Guðlaugur Hermannsson, 27.10.2010 kl. 17:56

14 identicon

Guðlaugur, ESB er í sjálfu sér súperríki, með einn af stærstu gjaldmiðlum heims og evru jafnvægið innan ESB á milli ríkja er ekki beysið þessa dagana. Þar fyrir utan að ekki öll ríkin nota evrur innan landamæra sinna, þetta er ekki nógu traust að svo stöddu.

Bara þótt við höfum gert ein mistök ein og óháð, þá er ekki bara hægt að kasta því fram sem órekjanalegum rökum með inngöngu í ESB. En fólk er hrætt, máttlaust og ringlað. Það sem við þurfum er sterkur leiðtogi, einhver sem hristir þjóðina saman og berst með kjafti og klóm gegn hverjum sem er sem reynir að kúga okkur. T.d. Icesave samninganefndum Breta og Hollendinga. Ef ábyrgð íslenskra skattgreiðenda á því máli væri augljós, þá væri löngu búið að útskýra það fyrir okkur, en fólk er ennþá í vafa, svo það er eitthvað gruggugt þar í gangi.

Gengishrun krónunnar, hvaða líkur telurðu að séu á því að hún hrynji enn frekar? Staðan er betri en í upphafi kreppunnar.

H. Valsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband