5.10.2010 | 09:55
Allar skuldir verði ekki hærri en 80% af verðmati eigna.
Ef við gerum ráðstafanir í fjármálum heimilanna þá er raunhæfast að lækka skuldir niður í 80% af raunvirði eigna.
Bankar eru í þeirri stöðu að þeir geta ekki bókfært eign í útláni hærra en 80% af raunvirði hennar. Allt þar fyrir ofan er "afskrifað" í bókhaldi bankanna og hafa því ekki á áhrif á afkomu bankanna.
Það sem stendur til hjá bönkunum er að reyna að ná sem mestu út úr eignum fólks.
Sem dæmi: Banki á skuldabréf í fasteign upp á 20 milljónir. Þetta bréf keypti nýi bankinn fyrir 10 milljónir. Með því að selja ofan af eigendum fasteignanna þá fær hann eignina til sín og setur á sölu þegar rétt verð (raunverð/markaðsverð) fæst fyrir eignina sem gæti verið 18 milljónir þá hefur bankinn hagnast um 8 milljónir en eigendur eru eignalausir en skuldsettir fyrir jafnvel 10 milljónir króna til bankans. Ef fyrri eigendur gætu borgað skuldina við bankann 10 milljónir þá hefur bankinn hagnast sem nemur um 18 milljónir.
Flöt niðurfelling skulda óskynsamleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvar lærðir þú stærðfræði...
Ingi Þór Jónsson, 5.10.2010 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.