Er skilanefnd Glitnis í andaslitrunum?

Ég er nú ekki stuðningsmaður Jóns Ásgeirs en ég verð að benda á eitt atriði ef satt er en það er að Slitastjórn Glitnis er að eyða dýrmætum tíma og peningum kröfuhafa í mál sem eru fyrirfram dauð og innihalda ekki fjárreiður sem innheimtandi sé inn í þrotabúið. Þetta er hætt að vera skynsamlegt.

Ég dái sterka innheimtumenn sem svífast einskis við að innheimta kröfur og leita eftir huldufé skuldara á erlendri grundu. Skilanefndin gæti sparað sér ómældan tíma og ég tala nú ekki um mikla peninga ef þeir nýttu sér tæknina við að leita að fjármagni sem fer á milli banka. Allar fjármálafærslur milli banka eru skráðar og geymdar. Með því að leita í SWIFT sendingum bankanna þá getur nefndin fundið allar færslur sem þau telja að sé undanskot frá gjaldþroti.

Hvað segja kröfuhafar Glitnis? Vilja þeir fóðra rándýra lögfræðinga í Bandaríkjunum til lengri tíma?


mbl.is Jón Ásgeir skorar á Steinunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Heldurðu virkilega Guðlaugur að skilanefndin og sérfræðingar henar nýti sér ekki alla þá tækin sem fánleg er til að rekja þessar færslur?

Landfari, 30.9.2010 kl. 16:08

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég efast um það. Að fara í málaferli við þessa aðila í Bandaríkjunum er nánast glapræði. Ef eitthvað finnst af fjármunum í þeirra eigu þá er kostnaðurinn sem greiða þarf til lögfræðinga nánast ekki réttlætanlegur fyrir kröfuhafa. Þetta kostar milljónir dollara og efast ég um að þær milljónir finnist þar. Það getur vel verið að skilanefndin hafi á sínum snærum frábæra fjármálasérfræðinga, en mér segist svo hugur að það sé skortur á "skynsemisteymi" í þjónustu skilanefndar.

Ég vil benda þér á að í þess konar ferli sem á sér stað í New York þá eru þeir aðilar sem voru lögsóttir verða hugsanlega úrskurðaðir gjaldþrota. Þegar úrskurður liggur fyrir þá er næsta skerf viðkomandi að fara fram á dómsúrskurð sem er nauðasamningur sem er í formi eingreiðslu og þar með verða allar kröfur niðurfeldar sem eftir standa. Með þessu er Skilanefnd Glitnis að færa þessum aðilum sem eru lögsóttir greiðslu á kostnaði sem þetta hefur í för með sér og er það beint tap kröfuhafa Glitnis.

Guðlaugur Hermannsson, 30.9.2010 kl. 18:17

3 Smámynd: Landfari

Svakalega ertu klár Guðlaugur að vita þetta allt svona miklu betur en þeir sem hingað til allavega hafa verið taldir með færustu sérfræðingum á sínu sviði.

Nema kanski þú gerir þér ekki grein fyrir hvað það eru háar upphæðir sem Jón Ásgeir er búinn að fá út úr bankanum í gegnum hin ýmsu fyrirtæki sín. Þessi óhemju hái lögfræðikostnaður er bara brot af þeirri upphæð. Þessir peningar eru einhvers staðar, þeir eru ekki allir tapaðir, spurningin er bara hvar. Það er algert "must" að finna þá.

Skilanefnd Glitnis er ekki að færa þessum aðilum sem lögsóttir eru neina greiðslu á þeirra kostnaði ef þeir verða dæmdir gjaldþrota. Hvernig í veröldinn færðu það út?

Landfari, 30.9.2010 kl. 18:36

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Hver á að borga lögfræðikostnað skilanefndar ef ekkert finnst hjá Jóni í New York og hann gerður gjaldþrota? Bandaríska ríkið?

Þú segir að það sé til mikið fjármagn falið. Hvernig veist þú um það? Ef svo er hvers vegna ætti það að vera í New York? Afhverju ekki í "Lengstíburtistan"?

Ég held því fram að skilanefnd Glitnis er ekki með "skynsemisteymi" á sínum snærum.

Við munum sjá hvernig fer þegar málaferlinu líkur.

Landfari! Líklegast er ég einn af færastu sérfræðingum á mínu sviði. Bankahrunsbankarnir voru með færustu sérfræðinga á sínu sviði en hvað skeði? Hrun sem flestir tóku persónulega þátt í saman ber milljarða lánin sem þeir tóku í hrunabönkunum og eru ekki borgunarmenn fyrir þeim í dag.

Guðlaugur Hermannsson, 30.9.2010 kl. 18:53

5 Smámynd: Landfari

Þú ert nú ekki alveg eins klár og þú vilt vera láta ef þú heldur að skilanefndin sé bara að leita í New York. Ef þú hefur eithvað fylgst með fréttum ættirðu að vita að eignir Jóns um allan heim hafa verið frystar.

Skilanefndin borgar sínum lögfræðingum.  Ég var að leiðrétta þig með að þeir borga ekki fyrir lögfræðinga Jóns Ásgeirs nema Jón verið algerlerlega sýknaður.

Skilanefndin starfar í umboði erlendra kröfuhafa og hefur fullan stuðning þeirra. Áttirðu virkilega von á því að Jón Ásgeir færi að hrósa skilanefndinni fyrir störf sín. Taktíkin hjá svona köllum er að reyna að rægja þá sem fara með mál á hendur þeim. Reyna að vinna almennigsálitið með sér. Þess vegna leggur Jón Ásgeir svona mikla áherslu á að halda eignarhaldinu á fjölmiðlunum þó þeir séu reknir með tapi. Hans ávinningur er ekki að græða á þeim peninga heldur að snúa saklausum sálum eins og þér á sitt band.

Landfari, 2.10.2010 kl. 13:37

6 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það er ekki hvað er til af eignum þeirra í heiminum heldur hver verður niðurstaða dómsmálsins í New York. Ef ekkert kemur fram þá er úrskuðað gjaldþrot í New York og þá fer af stað ferlið sem ég minntist á hér að ofan. Allar eignir hafa verið frystar en hversu miklar eru þær eignir? Það virðist enginn vita, ekki einu sinni Jón sjálfur. Nú ef ekki fæst upp í þessa kröfu Skilanefndar Glitnis nema að litlum hluta þá er líklegt að þær eignir fari í lögfræðikostnað bandarísku lögfræðinga Þrotabús Glitnis.

Skilanefndin starfar ekki í umboði erlendra kröfuhafa og hefur ekki fullan stuðning þeirra. Skilanefndin er skipuð af Héraðsdómi og/eða FME ég man ekki í augnablikinu hvor það er. það eru margir kröfuhafar á hendur Þrotabúi Glitnis svo sem innlendir aðilar eins og Seðlabanki Íslands, lífeyrissjóðirnir og innistæðueigendur peningabréfasjóðanna sem líklegast verða almennar kröfur í þrotabúið eftir að ESA hefur úrskurðað svo.

Þetta með fjölmiðlaeigendur og fjárhag þeirra ásamt því að þeir sætta sig við að reka fyrirtæki án hagnaðar eða með tapi kemur mér ekki við. Ef ég væri svona vilhallur 365 þá væri ég að blogga þar frekar en hér á mínu uppáhalds gamla blaði MBL.

Almenningsálitið hefur ekkert vægi í þessu dómsmáli því það eru dómararnir og lögmenn sem reka þau mál fyrir réttinum.

Að lokum: Ég var ekki að tala um Jón Ásgeir í þessu sambandi heldur klúður Skilanefndar Glitnis með að fara með svona mál fyrir rétt í Bandaríkjunum. Það er mesta klúður skilanefndarinnar í öllu ferlinu.

Þetta með að ég sé saklaus sál sem verði fyrir barðinu á Jóni Ásgeiri með hans mötun á upplýsingum til mín, hagræddum fyrir sjálfan sig, er út í hött.

Guðlaugur Hermannsson, 2.10.2010 kl. 14:11

7 Smámynd: Landfari

Hvað meinarðu að skilanendin starfi ekki í umboði erlendra kröfuhafa? Stærstu kröfuhafarnir eru eru erlendir bankar og þó að það séu nokkrir innlendir kröfuhafar lík þá eru þeir svo litlir að hinir erlendu eru ráðandi. Hvernig í veröldinu geturðu sagt að skilanefndin starfi ekki í þeirra umboði?

Reynslan af hæstartétti hér sýnir að hann ræður ekki við svona stór mál og eins og Eva benti á er tilhhneiging dómara til að sýkna ef þeir skilja ekki málið. Það er bara þanni, því miður eða sem betur fer, eftir atvikum. Það að fara með málið til New York er þess vegna skynsalegt því þarlendir dómstólar hafa meiri reynslu í svona málum eftir því sem mér skilst. 

Það er gott að þú ert búinn að átta þig á því að skilanefndin borgar ekki lögfræðikostnað Jóns ef hann verður dæmdur gjaldþrota en ef hann eignir einhvers staðar þá er lílega erfiðara ða koma þeim undan fyrir dómstólí NY en hér ef að líkum lætur.

Þetta með saklausu sálina var nú bara ályktun sem dregin var af því hvað þú álítur síkanefndina mikil fífl, akkúrat það sem Jón og hanns líkar reyna að gera í sinni málsvörn. Það er svo algengt þegar menn hafa vondan málstað að verja að reyna að rægja þá sem á þá sækja á þá og það viðist hafa tekist í þínu tilfelli. Þegar rökin skortir er ráðist á persónuna og hún rægð.

Landfari, 4.10.2010 kl. 15:16

8 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Skilanefnd vinnur fyrir kröfuhafa hvaðan sem þeir koma. Erlendu Kröfuhafarnir gætu verið fyrirtæki og vogunarsjóðir erlendis en í eigu Íslendinga. Það er oftast venja stóru bankanna að selja tapaðar kröfur á útsölu til þeirra sem hæst bjóða. Þeir sem buðu í körfurnar voru að meginhluta "erlendir vogunarsjóðir" hugsanlega í eigu íslenskra "auðkýfinga.

Silanefnd borgar lögfræðikostnað sinn en ef gjaldþrot verður þá greiðir þrotabúið lögfræðikostnað gjaldþrota einstaklinganna. Það eru ekki eignir til fyrir 225.000.000.000 það er eitt sem víst er. Þegar krafa sem þessi er dæmd lögmæt þá er næsta skref að finna eignir upp í 225.000.000.000 ef ekki finnst eignir upp í þá upphæð þá er gjaldþrot óumflýjanlegt. Við gjaldþrot er allur kostnaður greiddur og afgangur verður eftir þá gengur hann til kröfuhafa og að sjálfsögðu eru forgangskröfur í þrotinu og þá minnkar það sem eftir verður hjá Skilanefnd Glitnis ef heppnin er með Skilanefndinni þá er sleppur hún við að borga sínum lögfræðingum.

Þegar úrskurður um gjaldþrot er kveðinn upp þá fer annað ferli í gang sem er að gjaldþrota einstaklingurinn fer fram á nauðasamninga á þeims forsendum að hann sé eignalaus og þá er ekki mikið greitt til kröfuhafa (skilanefndir og opinberir aðilar). Eftir greiðslu gjaldþrota einstaklingsins til kröfuhafa er hann frjáls til athafna.

Guðlaugur Hermannsson, 4.10.2010 kl. 15:41

9 Smámynd: Landfari

Þú ert allavega orðin sammála því að skilanefndin greiðr ekki lögfræðikostnað Jóns ef til gjaldþrots kemur.

Hvað hefurðu eiginlega fyrir þér í því að lögfræðikostnaður Jóns sé 225.000.millur?

Ertu að tala um krónur eða dollara?

Landfari, 4.10.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband