Ingibjörg er farin að verja sig strax og það opinberlega.

Það er gott að Ingibjörg er farin að verja sig í hugsanlegri málsókn sem lögð verður fyrir Landsdóm. Það er gott mál að hún sé svona opinská með þetta og sé tilbúin að deila með almenningi þessu trúnaðarmáli sem þingnefndin heldur leyndu.

Mig grunar að þetta mál eigi eftir að draga dilk á eftir sér svo að það liggi við hallarbyltingu á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir er ekki alsaklaus í þessu hrunmáli ekki heldur Össur Skarphéðinsson og svo er hann líka svili Ingibjargar.

Alþingi er óstafhæft vegna innbyrðis deilna um það hverjir beri ábyrgð á hruninu. Ef annað hrun verður hér á Íslandi þá er nánast hægt að segja að allur þingheimur verði gerður ábyrgur fyrir því.

Icesave samningurinn sem Steingrímsnefndin klúðraði svo eftirminnilega með afarkostum fyrir Ísland var bjargað af Herra forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni.


mbl.is Skrifaði undir fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband