Pólitísk "flugeldasýning" Samfylkingarinnar?

Hver er tilgangurinn með þessum fundi þar sem aðeins helmingur þingflokksins mætti? Var verið að réttlæta gjörðir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur? ISG er með stöðu grunaðs í þessu sakamáli. Undir venjulegum kringumstæðum hefði sá grunaði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ísland fór á hausinn, Seðlabanki Íslands fór á hausinn, FME var mannað af tómum "hausum".

Viðskipti Íslendinga byggðust á gerfigróða. VÍS var rænt innanfrá eins og Sjóvá og allir bankarnir ásamt sparisjóðunum.

Lungann úr þingheimi er enn mannað fólki sem sat á þingi fyrir hrun. Skemmst er að minnast Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir sem sagði í viðtali við sjónvarpið sumarið 2008 að þessir erlendu sérfræðingar sem upplýstu almenning um væntanlegt hrun að þeim veitti ekki af endurmenntun.

Bankastjórn Seðlabanka Íslands lánaði út á svokölluð "ástarbréf" meðvitaðir um að það var ekki næg trygging í þeim. Litlu bankarnir sem tóku þátt í þessu öllu saman hugnaðist ekki að tryggja sjálfa sig með því að kaupa tryggingu frá erlendu tryggingafyrirtæki fyrir hugsanlegum vanskilum stóru bankanna. Þessar tryggingar voru ekki dýrar vegna þess að bankarnir voru nánast allir greindir AAA.

Stærsta ábyrgðin á þessu hruni er í reynd Stóru erlendu bankarnir sem lánuðu íslensku bönkunum ótakmarkað fjármagn eins og að enginn morgundagur kæmi.


mbl.is Aðeins helmingur mætti til fundarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband