Málaferli út í það óendanlega. Hæstiréttur er ekki að kveða upp dómsúrskurð.

Það er engu líkara en að Hæstiréttur sé að gefa út málamiðlun frekar en að kveða upp dómsúrskurð.

Gerum ráð fyrir að ekkert hrun hafi átt sér stað og bankarnir hafi ekki tekið stöðu gegn krónunni og þessi gjaldeyrislán hefðu gengið upp á jöfnu og stabílu gengi og vextirnir ekki verið hærri en samið var um upphaflega. Hver hefði niðurstaða Hæstaréttar verið um vexti lánanna þegar úrskurður um ógildingu gengistryggingar þeirra hefði legið fyrir? Sú sama og í dag? Varla. Hvaða málamiðlun hefði Hæstiréttur gefið út?

Hæstiréttur er í raun að gæta hagsmuna lánadrottnanna og gefa út málamiðlun sem kemur hægstæðast út fyrir þjóðfélagið en ekki réttláta niðurstöðu samkvæmt núgildandi lögum, brotaþolannum í vil sem er jú lántakandinn sjálfur.

Dómsvaldið í þessari mynd er ekki samkvæmt stjórnarskránni og er það fyrsta skrefið í að brjóta niður sjálfstæði réttarríkisins. Framkvæmdarvaldið, dómsvaldið og löggjafarvaldið eru að renna í eina sæng með þessum dómi í dag.


mbl.is Höfða verður nýtt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Og þá hefst byltingin . . .

Axel Pétur Axelsson, 16.9.2010 kl. 22:06

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Byltingin mun snúast um baráttu við vindmyllur.

Guðlaugur Hermannsson, 16.9.2010 kl. 22:21

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

EFTA dómstóllinn mun hugsanlega skera úr um þetta mál ef ekki hann þá í það minnsta Mannréttindadómstóll Evrópu.

Guðlaugur Hermannsson, 17.9.2010 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband