Hvalfjarðagöngin eru dauðagildra.

Ég hef verið nokkru sinnum í Swiss og ferðast þar um. Það er mikill munur á jarðgöngum þar og hér heima. Það á að vera flóttaleið (úr göngunum í önnur göng) á 250 metra millibili. Í hvalfjarðagöngunum eru engar flóttaleiðir nema í aðra hvora áttina sem getur (ef verst lætur) verið 5 kílómetrar. Ef olíubíll ekur utan í gangnavegginn og við það kvikni í farminum þá er ekki líft inn í göngunum öllum vegna hita og banvæns reyks.

Mér skilst að eldsneytisfluttningur sé ekki leyfður á daginn en á nóttinni í stuttan tíma. Ég tel að banna eigi með öllu fluttning á eldsneyti um göngin allan sólahringinn allt árið.

Það þarf að hefja framkvæmdir á næstu göngum við hlið núverandi gangna svo að hægt verði að uppfylla lámarks kröfu um jarðgöng.


mbl.is Hvalfjarðargöng fá falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

voða erfitt að snúa bílnum við og keyra i gagnstæða átt fra eldsvoða..

hjalti (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband