"Ég biðst afsökunar" er töfrasettning sem leysir menn undan afleiðingum klúðurs.

Það er hvergi á byggðu bóli eins ábyrgðalaust fólk í stjórnsýslunni eins og hér á landi. Menn drulla upp á bak og biðjast síðan einfaldlega afsökunar á öllu saman og halda áfram eins og ekkert hafi ískorist.

Virðingaleysi fólks er með eindæmum og jafnvel opinberir starfsmenn (menn á launum hjá ríkinu) eru ekki undanskyldir í þeim efnum.

Menntamálaráðherra gerir ekkert í málinu vegna þess að þessi maður er líklegast ekki í embættinu vegna mannkosta heldur vegna pólitískrar skoðunar sinnar og getur þ.a.l. haldið áfram í stöðunni án eftirmála frá flokksfélögum sínum.


mbl.is Hefur beðið ráðherra afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er allavega góð byrjun Guðlaugur að biðjast afsökunar. Misjafnt þó hvernig útfærslan á eftir því er.

Sjálfstæðismenn telja sig td geta beðist afsökunar vegna spillingar og vanhæfni og sagt af sér, en boðað komu sína aftur eftir 2 mánuði.

Veistu annars um einhvern sem er í embætti fyrir og í skjóli stjórnmálaflokks, sem ekki gengur honum samsíða í skoðunum ?

hilmar jónsson, 29.7.2010 kl. 12:56

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Varðandi spurningu þinnar þá er svarið nei. Ég hinsvegar veit um fólk í sömu stöðu hjá öðrum flokkum sem hafa það fram yfir hann að vera skynsamt og nokkuð greint og nánast með óflekkað mannorð og bera virðingu fyrir samferðafólki sínu.

Guðlaugur Hermannsson, 29.7.2010 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband