Vísitala á laun hefði komið í veg fyrir þessi vandræði.

Þjóðarsáttin snérist um það að kippa vísitölu launa úr sambandi og treysta á að Seðlabankinn gæti að markmiðum samninganna sem voru bundnir verðbólgumarkmiðunum 2,5%. Eins og þjóð veit þá gat Seðlabankinn ekki staðið við sín fyrirheit og ekki einu sinni gætt sinna eigin hagsmuna í bankahruninu.

Krafa launþega er að vísitölubinda laun samkvæmt neysluvísitölu á móti lánskjaravísitölu sem tryggja lánveitendur og sparifjáreigendur.

Jafnræðisreglan og samningalögin eru til verndar launþeganum. Lánveitandinn segir að sanngirni þurfi að hafa að leiðarljósi við lausn gjaldeyristryggingarlánanna. Sanngirnin fellst í því að launþegar fái sömu tryggingu fyrir verðbótum á laun eins og er á flestum lánum í dag.

Það er ekki hægt að setja lántakendur í stöðu tjónþolenda með verðtryggingu eftir á, í andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar. Samningarnir sem um eru ræddir eru þá óverðtryggðir eins og launin og þar af leiðandi ekki bót fyrir lántakandann og ekki tjón fyrir lánveitandann þar sem hann bauð þessi lán á lágum vöxtum og taldi sig geta lifað með það. Það má segja að lánveitandinn hafi gert sömu mistök og launþeginn þegar hann afsalaði sér vísitölubindingu launa í samningum sem augljóslega eru ógildir samkvæmt samningalögunum á þeim forsendum að samningurinn var margfalt hagstæðari fyrir vinnuveitandann og ríkið en sjálfan launþegann. Ógildingin er líka vegna stórkostlega vanhæfra umbjóðenda launþega á þessum tíma.

Pétur Blöndal er einstrengingslegur þegar kemur að vísitölutryggingu sparifjárs og sér skrattan í öllum hornum þegar rætt er um breytingar á þessu fyrirkomulagi. Launþegar hafa þurft að berjast fyrir sínum leiðréttingum við samningaborðið en sparifjáreigendur fá verðbætur á eignir sínar á færibandi.

Annað hvort verður vertrygging felld niður eða laun verði líka verðtryggð. Það hafa komið upp hugmynd um að færa vísitðluna aftur til stöðu hennar í Janúar 2008. Ef svo yrði gert þá væri hægt að setja launin einnig í vísitölutryggingu eins og sparifé. Þá fyrst yrði réttlætinu náð og allir gætu unað vel við sitt.


mbl.is Bruðlurum bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

þetta er rangt hjá Guðlaugur Hermannsson. 1990 voru launamenn búnir að bú avið þetta ástand í 7 ár. Þar sem bannað var með launum að semja um verðtryggingu á launum.

Síðan gæti ég rætt við þig um þjóðarsáttina því ég tók þátt í þeirri sátt.

Eini sinni var mjög virkur húsgagnasmiður í verkalýðsbaráttunni sem hét Guðlaugur Hermannsson. Hann var frábær félagi.

Kristbjörn Árnason, 23.6.2010 kl. 08:08

2 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Guð forði okkur frá því að vísitölu binda launin okkar neysluvísitölu. Þá fyrst værum við í vondum málum. Laun hafa hækkað miklu meira heldur en vísitalan.

Ólafur Guðmundsson, 23.6.2010 kl. 08:10

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

þetta er rangt hjá þér Guðlaugur Hermannsson. 1990 voru launamenn búnir að búa við það ástand í 7 ár. Þar sem bannað var með lögum að semja um verðtryggingu á launum. Þau lög settu verkalýðshreyfinguna í þá klemmu sem hún býr við enn í dag. Síðan gæti ég rætt við þig um þjóðarsáttina því ég tók þátt í þeirri sátt. Þetta sem Ólafur segir er bara óhugsaðFyrirgefðu Guðlaugur ég flýtti mér full mikið. Þú eyðir bara fyrri færslunni

Kristbjörn Árnason, 23.6.2010 kl. 08:15

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ólafur. Verðbætur á laun hefur ekkert með launasamninga að gera. Launakröfur eru alltaf í gangi hjá launþegum og er vísitalan til að tryggja að launin sem samið var um rýrni ekki um helming við til að mynda hrun eins og átti sér stað haustið 2008. Ef launin væru verðtryggð þá væri ekki þessi staða í dag.

Við getum ekki endalaust sett allan kostnað af hruninu á neytendann/launþegann með því að aftengja vísitölu launa.

Guðlaugur Hermannsson, 23.6.2010 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband