Eign þrotabús Landsbankans í Englandsbanka er 200 milljarðar 1/3 af Icesaveskuld.

Þetta staðfestir mín skrif að undanförnu um að Bretar séu með 1/3 af eignum þrotabús Landsbankans í sinni vörslu. Til hvers þurfum við að skrifa undir lánasamning við Breta upp á alla skuldina? Er ekki inneignin greiðsla að 1/3 hluta núþegar til Breta? Ríkisstjórnin þarf aðeins að gefa út yfirlýsingu um að þeir afhendi Bretum þessa upphæð formlega sem greiðsla upp í skuldina. Ef ekki, þá er bara að setja lög til að svo sé hægt.

Eignasafn þrotabús Landsbankans í ríkisskuldabréfum sem ríkið greiddi fyrir innanlandshluta Landsbankans gamla er um 200 milljarðar. Það má með sanni segja að 2/3 hlutar Icesaveskuldarinnar eru "ríkisstryggðir".

Það er síðan 1/3 hluti í verðbréfum sem eru gefin út af stórum fyrirtækjum og bönkum erlendis og eru miklar líkur á að það innheimtist allt.

Eftirstöðvar eru þá aðeins um 10% af heildarskuldinni og er ekki ólíklegt að ráðherrarnir semji um greiðslur á því til málamynda.


mbl.is Eignir Landsbanka enn frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er svo mikið látið um eignir þrotabúsins að mér er ómögulegt að skilja að bankinn hafi yfirleitt verið gjaldþrota.. Voru það bretar sem keyrðu hann vljandi í þrot með því að taka eigið fé hans úr umferð?  Hér er eitthvað dularfullt á ferðinni, það verð ég að segja. Ef það eru bretar sem keyrðu bankann í þrot, þá skuldar hann þeim ekki krónu heldur skulda þeir bankanum milljarði í skaðabætur. Það er búið að lýsa hryðjuverkalögin ólögleg. Um það er fallinn úrskurður í bretlandi. Það eru bretar sem skulda okkur stórfé en við ekki þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2010 kl. 00:09

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Bresk handvöm er lykilatriði í hruni bankanna.

Guðlaugur Hermannsson, 3.3.2010 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband