22.2.2010 | 04:03
Svartnættishjal InDefence er með ólíkindum. Eignasafnið í hendur Breta og Hollendinga strax.
Hvað er í gangi hér? Er ekki hægt að stoppa þetta svartnættishjal og krefja þennan hóp um hugmyndir í stað úrtölu?
Við verðum að afhenda þetta margumrædda eignasafn Landsbankans Bretum og Hollendingum strax.
Bretar tala um ábyrgð okkar á bankastarfssemi íslenskra banka í Englandi á sama tíma og þeir kyrrsetja eignir viðkomandi banka og krefjast síðan greiðslur frá íslenskum yfirvöldum fyrir allri upphæðinni án þess að draga frá eignir sem staðsettar eru í Bretlandi. Ef regluverk ESB/EES er svona mikilvæg fyrir Breta í þessu máli af hverju er ekki afhent formlega innistæðueignir Landsbankans í Bretlandi til skilanefndar Landsbankans til ráðstöfunar?
Hvernig á Fjármálaeftirlit erlends ríkis að hafa aðgang að öllum gögnum um viðkomandi útibú í gistilandinu til að tryggja fullkomið eftirlit? Eftirlitsaðilar sem heimsækja Breta verða að framvísa vegabréfum til að komast inn í "eftirlitsskyld" útibú. Er það ekki bankaeftirlit viðkomandi gistiríkis sem ber ábyrgðina? Bretar frömdu gjörninga á erlendu útibúunum eins og þau væru bresk og þar með tóku þeir ábyrgð á hruninu að hluta til ef ekki öllu leiti.
Ég tel að ESB muni ganga inn í þessa skuld eftir að þessi nýi ESB tryggingasjóður innistæðna hefur verið stofnaður. ESB hefur viðurkennt þau mistök að slíkur sjóður sé ekki til núþegar.
Vonandi verður þessi sjóður afturvirkur og greiði til Breta og Hollendinga það sem uppá vantar og fái síðan eignasafn Landsbankans til sín sem uppgjör á þessu máli. Það væri ásættanleg lausn fyrir alla og í reynd eina skynsama lausnin.
Breytt vaxtakjör nægja ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Gulli minn og takk fyrir síðast.
Það fara að bresta á kosningar í Bretlandi og við eigum að bíða eftir þeim.
Sigurður Þórðarson, 22.2.2010 kl. 04:42
Sammála Siggi. Sömuleiðis takk fyrir síðast.
Guðlaugur Hermannsson, 22.2.2010 kl. 04:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.