6.2.2010 | 07:14
Ríkisvæðing bankanna er staðreynd.
Ríkið er að verða eigandi að fullu eða hluta til í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. Ríkið verður að hluta til eigandi MP banka í gegnum Byr sparisjóðinn og verður þá annar stærsti eigandinn.
Nú í dag á ríkið að hluta til eða öllu leiti, flest fyrirtæki landsins í gegnum bankanna.
Er ekki kominn tími til að gera 5 ára áætlun eins og gert var í ráðstjórnarríkjunum hér áður fyrr? ; )
Ríkið vill eignast Byr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er eitthvað óeðlilegt við það að þjóðin taki svo sem einn banka upp í skuld?
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 09:39
Eitthvað verður að fá til baka sf þýfinu.
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 12:00
Hefði ekki verið betra "heima setið en af stað farið" hvað varðar einkavæðingu bankanna. Það hefði sparað okkur 1500 milljarðar.
Guðlaugur Hermannsson, 6.2.2010 kl. 19:34
Jú , Guðlaugur það er rétt.En græðgi sjalla og frammarra var svo mikil að engin gat stöðvað þessa hörmung.
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 19:37
Satt er það.
Guðlaugur Hermannsson, 6.2.2010 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.