Jóhanna! Í dag ertu drottning drauma minna.

Minn draumur er að Ísland gangi inn í ESB sem fyrst. Þessi frétt er jákvæðasta fréttin eftir hrun. Jóhanna þú ert að lyfta Grettistaki í þessum málum. Tími Íslands í ESB mun koma!
mbl.is Ræða aðild Íslands í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vanþekking allmennings hér á landi hvað Evrópu Sambandið raunverulega er, er skelfileg!

Að hlusta á allmenna launþega þylja upp ástæður valdaelítunnar um Evrópu Sambandið sem fjanda, er algjörlega óskiljanlegt.

Tími Ìslands innan EU mun koma fyrr en seinna!

því fyrr því betra, fyrir allmenning þessa lands.

ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 14:36

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sammála þér Ragnar.

Guðlaugur Hermannsson, 4.2.2010 kl. 14:38

3 identicon

EU (evrópubandalagið) er miðstýrt og ólýðræðislegt, valdakerfi. Við erum á útjaðri Evrópu,.og í EU. værum við bara áhrifalaus og afskiptur útkjálki, með 20% atvinnuleysi og lélegustu lífskjör í Evrópu.  Svo er ágætt að spyrja t.d. Letta um reynsluna af EU. Þar er nú hræðilegt ástand, margfalt verra en hér á íslandi. Enda er mögnuð andstaða við EU. þar í landi.

 Nei. Ísland á að auka samskipti og viðskipti við USA. Kanada, Japan Rússland og Kína, og svo auðvitað Noreg, en forðast aukin tengsl við Evrópu, helst að draga úr þeim.

janus (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 14:50

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vanþekking íslendinga um ESB er alveg skelfileg. Ísland mun líða undir lok ef það fer inn í ESB. Ég fylgdist með Svíum fara inn í ESB, nákvæmlega hvernig Carl Bild og Göran Person lugu fólkið til að kjósa þetta bákn yfir sig.

Þeir sem vilja inn í ESB annað hvort vilja það vegana skilningsleysis, skilji þeir ESB og vilja samt, eru þeir að svíkja sitt eigið land. 

Óskar Arnórsson, 4.2.2010 kl. 14:51

5 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Við yrðum ríkasta landið í ESB (EU). Við eigum mikinn auð í hafinu og í jörðu. ESB mun veita okkur aðhald og koma í veg fyrir smákóngar nái yfirhöndinni hér og leiði okkur í ógöngur ein og raunin hefur sýnt.

Guðlaugur Hermannsson, 4.2.2010 kl. 14:58

6 identicon

"Ísland mun líða undir lok ef það fer inn í ESB".

 Einstaklega málefnalegt.

 Óskar þú ert svo fróður um hvaða áhrif það hefur á þjóðarhag að ganga í ESB.

 Þyldu endilega upp helstu kosti og galla inngöngu (ef þú þekkir bara galla veit ég að þú veist nákvæmlega ekkert um ESB).

PS. Mátt sleppa hugtökum eins og "svik", "skilningsleysi", "lygar", "landráð" o.s.frv því þau hafa ekkert rökfræðilegt gildi.

Arnþór (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 14:59

7 identicon

Eitt í viðbót... Mátt líka sleppa "þeir ætla að taka fiskinn okkar."

Arnþór (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 15:01

8 identicon

Gott að Svíþjóð er nefnt hér!

Og hvað heldur þú Òskar að það séu margir svíar sem vilja yfirgefa sambandið núna?

Yfirgengileg fáfræði í takt við óskiljanlega þjóðarrembu er það sem einkennir umræðuna, því miður!

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 15:02

9 identicon

haha....ríkast í Evrópu...vorum við það ekki líka fyrir hrun...skelvilegt að heyra...hafið þið ekki lesið blöðin í Evrópu...af mörgum löndum t.d. Grikkland ekki lengur fjárráða...það er allt að verða vitlaust hér í ESB.

Ingolf (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 15:20

10 identicon

Þú hefur verið með martröð

MB (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 15:29

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Guðlaugur! þú hlýtur að vera að djóka! Þú ert allt of klár maður til að segja, nema í gríni auðvitað, að jörðin sé flöt eins og pönnukaka...

ragnar! meirihluti Svíja vill það, og þeir sem kusu ESB á sínum tíma, vilja úr því aftur. ísland í íslenskri mynd mun fara sömu leið og bæjir í Norður Svíþjóð gufuðu upp vegna ESB, bændur fóru á hausinn og þjóðverjar keyptu landið undir sumarbústaði.

Arnþór, ég nota orðið svik, skilningsleysi, lygar, landráð og ýmislegt annað passandi umræðu um ESB. Ef málum væri ekki háttað eins og þó eru núna, með Jóhönnu talandi um ESB eins og að ekkert sé annað eftir enn að skrifa undir. Hreinasta formsatriði.

þessi kurteisa óráðshjal aðalvillimanna á Íslandi á að leiða hjá sér. ESB munu taka fiskinn okkar Arnþór Von Gáfnaljós. Af hverju svaraðir þú þessu ekki bara sjálfur Arnþór?

Það gera ráðamenn við þjóðinna, þannig að kjósa um þetta mál virðist vera alveg óþarfi. Jóhanna yfirpadda er búin að ákveða þetta fyrir börnin sín í landinu.

Óskar Arnórsson, 4.2.2010 kl. 15:31

12 identicon

Af hverju eru Svíar ekki með Evruna? Og þeir þakka sig sæla núna að ekki hafa hana núna þá væru þeir í vondum málum. Kanski í nálægð við Grikki. ESB er ekki lausn allra mála.

Ingolf (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 15:41

13 identicon

Afhverju ferðu með ósannindi hérna Óskar?

Mikill meirihluti svía er hlynntur aðild og EU aðildin er nauðsyn fyrir sænskan iðnað.

Enginn af stjórnmálaflokkunum sem hafa farið með völdin í Svíþjóð hafa á stefnuskrá sinni að yfirgefa EU!

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 15:47

14 identicon

Allmenn skoðun í Svíþjóð er sú að betra hefði verið að taka upp evruna árið 2003 þegar kosið var um hana sem gjaldmiðil.

Sænska krónan hefur fallið mikið miðað við evru á þeim árum sem liðið hafa síðan kosið var um gjaldmiðilsbreytinguna, en allment álit sérfræðinga er að betra hefði verið að taka upp evruna.

Allir þeir sem tala um að það sé útbreidd óánægja með EU innan aðildarríkja eru að fara með strórkostlegar rangfærslur.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 15:56

15 identicon

Óskar þetta er rétt há þér, hefði ekki getað lýst þessu betur og annað það var hótað öllu íllu ef fólk væri á móti, Göran Persson fyrverandi forsætisráðherra Svía sagði t.d. að fæðingarorf og peningar mundu skerðast, sama segir Jóhanna, bara tóm hót til að ná sínu fram, og svo kom hann sem ráðgjafi til Islands og sagði að bankarnir væru búnir borga til baka frá keppuni á fyrri áratug í Svíþjóð, en kvað með eimdina sem þetta hafði i för með sér þegar fyritæki og einstaklingar fóru á hausinn, það gleymist alltaf.

Ingólf (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 16:01

16 identicon

Ragnar Thorisson, þessir séfræðingar vor líka á launum hjá ESB. Hvernig eru heimsmálin í dag, stjórnað af þessum sömu sérfræingum og auðvaldi.

Ingolf (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 16:10

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alveg rétt ragnar. Engin stjórnmálaflokkur þorir að setja þetta á stefnuskrá. Það er allt í hers höndum í atvinnuleysi og peningaleysi í Svíþjóð núna. Hvar fer ég með ósannindi? Að mælingar sýni hverjir vilja vera með í ESB? Það fer allt eftir því hver gerir skoðannakannanir í Svíþjóð.

Svo eiga Svíar sáralítið í stóriðnaði lengur. þetta er allt búið að selja til útlendinga. Saab er síðasta dæmið ef þú fylgist með...

Algjörlega sammála þér Ingólfur. 

Óskar Arnórsson, 4.2.2010 kl. 16:23

18 identicon

Ég spurði þig Óskar og þú getur augljóslega ekki svarað, snýrð spurningunni þess í stað á mig...

Arnþór (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 17:00

19 identicon

Èg bara skil ekki upp né niður í ykkar rökfærslum Òskar og Ingólfur, og þið skuluð bara alveg gleyma því að vera að halda því fram að það sé allmenn skoðun meðal fólks í EU að sambandið sé einhver ófreskja eins og þið viljið láta í skína.

Ég vil líka benda ykkur á það að atvinnuleysi í Svíþjóð er í takt við allment atvinnuleysi í vestrænum ríkjum.

En það var annað sem vekur athygli í málflutningi ykkar, en það er orðið útlendingar. Og það er hvernig þið notið það í neikvæðri mynd.

Mig langar að fræða ykkur um það að hér í Evrópu lifum við við opinn markað og það þýðir frelsi.

Dönsk fyrirtæki fjárfesta í Svíþjóð og öfugt, sama á við England og þýskaland og svo mætti lengi telja. Já þið skiljið hvað ég á við.

það er ekki öðruvísi en Reykvíkingar fjárfesta á Akureyri og öfugt, eða þingeyingar á vestfjörðum.

þetta kallast opinn markaður án hafta og flestir telja það jákvætt, en þið eruð sjálfsagt á öðru máli og eigið ekki í vandræðum með að rökstyðja það.

En bara sorry fyrir ykkur, heimurinn er að verða meira og meira global og fleiri fleiri kjósa samvinnu í staðin fyrir einangrun.

þetta á sérstaklega við ungt fólk í dag.

Ungt fólk sem ferðast frjálst um álfuna án landamæra og ekki er haldið útlendinga hræðslu eins og þið.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 17:08

20 identicon

Gaman þegar Jóhanna hefur fengið Island með í ESB og ESB krefst þess að rafmagnið eða hitin verður sett á frjálsan markað og í kauphöllina fær að stýra, gaman að sjá fyritæki í samkeppni að borga upp til 14 kr sænska 245 kr islenskar fyrir kílóvattstundina, fyrirtæki hér í Svíþjóð hafa þurft að leggja niður framleiðslu í klukkustundir eftir klukkustundir, svo ég tala nú ekki um hitan, að setja á frjálsan markað og alltaf dýrast þegar þörfin er sem mest. Og rökin túrbína bilaði hér og þar og þá hækka hinir sem eiga ná af rafmagni eða hita. Talið ekki um ESB hræðslu. Því miður er ESB orðið of stórt. Komið ekki með að spillingin hverfi við ESB. 56% af Sænska fólkiðnu sagði nei 42% já, helmingur af þessum 42% voru milli 16 - 29 og enþá heima hjá mömmu og pabba.

Ingolf (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 17:26

21 identicon

Útlendingahræðslu Ragnar talar þú um, en þú verður að hafa tæknilegustu skilríki sem völ er á í dag og mæta 2 til 4 tíma fyrifram í flugstöðvar ut um allan heim. Erum við ekki með 3/4 hluta inn í ESB og þú getur ekki ferðast frjálst. Ekki þess virði að ræða þetta þegar að verið er að nota orðið útlendingahræðslu.

Ingolf (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 17:41

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Arnþór!

Ísland hefur ekki efni á aðildargjöldum. Þeir munu missa vald yfir auðlindum sínum og fiskimiðum. Þeir munu ekki fá neinn sem talar máli Íslands í ESB hvort eð er, því það er bannað.

Atvinnuleysi eykst á Íslandi og er það nóg fyrir, reglur um innflutning og útflutning breytist Íslandi í óhag, þeir fá ekki að stjórna peningamálum sínum sjálfir sem gæti verið jákvætt, því íslendingar kunna það ekki og sjálfstæði Íslands almennt verður ekki til nema á pappírunum...

Aðvaldshyggjufólk og efnahagslegir terroristar fá enn eitt tækifærið að gramsa til sín í gegnum bankasýstemið allt sem þeir langar í, þingvellir verður þýsk sumarbústaðanýlenda með íslenskum þjónum og þjónustu, verð hækkar á matvöru, laun lækka vegna innflutts vinnukrafts og húsnæðisekla verður yfirgengileg...

Þetta er bara hluti af áhrifunum fyrir Ísland ef það verður platað inn í þessi samtök elítunnar...

Óskar Arnórsson, 4.2.2010 kl. 17:42

23 identicon

Veit ekki hvaða tölur þú vitnar í, en 1994 greiddu svíar atkvæði um EU og aðild var samþykkt með 52,3% atkvæða.

Og nú eru ekki margir sem vilja yfirgefa sambandið.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 17:52

24 identicon

Rétt hjá þér Óskar. Þýskurum tókst ekki að taka heiminn með vopnum en þá er bara taka yfir hann með peningum og öðrum siðblindum græðgissinum, kaupa upp fyritæki í öðrum löndum sem eru í samkeppini við þá og leggja niður þegar það fer að þrengja til heima fyrir.

Ingolf (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 17:53

25 identicon

Fáfræði, fordómar og allmenn heimska! Get bara ekki sagt annað!

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 17:59

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sammála þér Ingólf.

Hef búið í Svíþjóð síðan 1988 og fylgst vel með. Núna eru samtök í Svíþjóð sem vilja úr ESB og þeir verða sífellt stærri og háværari.

Þeir eru í miklum meirihluta og ég bendi Ragnar á að árið er 2010 núna. ESB er orðið ríki í ríkjunum og lifir algjörlega eigin lífi.

Ísland á ekki möguleika á því að lifa af inngöngu í ESB.

Óskar Arnórsson, 4.2.2010 kl. 18:04

27 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er sorglegt að sjá hvað almenningur Íslands hefur verið áhrifagjarn og ósjálfstæður í skoðunum um heildarsýn og réttlæti lýðsins í landinu. Við búum í lýðræðisríki og erum skyldug hvert og eitt til að taka ábyrgð á framtíð Íslendinga með það sjónarmið fyrir augum að standa saman um lýðræðið. Það er ekki hægt að henda ábyrgðinni yfir á aðra og ætla svo að hafa atkvæðisrétt á lýðræðis-nótum!

Hlutdrægir pólitískir fjölmiðlar eiga ekki nokkurn rétt á sér í lýðræðis-þjóðfélagi. Það er ekki seinna vænna að átta sig á þeirri ísköldu staðreynd hér á okkar svokallaða FRÓNI! Við verðum að horfast í augu við staðreyndir en ekki svikular flokks-stareyndir! M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.2.2010 kl. 18:33

28 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég tek undir þetta með þér.

Guðlaugur Hermannsson, 4.2.2010 kl. 18:36

29 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

:)

Halldóra Hjaltadóttir, 4.2.2010 kl. 21:44

30 identicon

Ingolf, kl. 17:26. Er eitthvað betra að orkumálum staðið hjá okkur utan ESB? Raforkan seld (réttara sagt gefin) auðhringjum og eftir situr Landsvirkjun með himinháar skuldir. Hættan hefur sjaldan verið meiri á að erlendir aðilar eignist orkuauðlindirnar og það þurfti ekki Satan sjálfan, ESB, til. Síðasta fyrirtækið sem fékk orkuauðlind Suðurnesja allt að því gefins var reyndar kanadískt, Magma Energy.

Hvað viljið þið gera í peningamálum. Það vita flestir að krónan er ónýt sem gjaldmiðill. Er eitthvað betra að tengja hana við dollarann eða taka upp dollara? Láta frekar auðmafíurnar sem eiga Obama stjórna öllu hér?

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 22:19

31 identicon

Óskar.

Það að Ísland komi til með að missa vald á auðlindum sínum er ekkert nema hræðsluáróður. Telja Danir sig valdlausa yfir auðlindum sínum?

Afhverju mun atvinnuleysi aukast á Íslandi við inngöngu í ESB?

http://www.indexmundi.com/finland/unemployment_rate.html

http://www.indexmundi.com/spain/unemployment_rate.html

http://www.indexmundi.com/denmark/unemployment_rate.html

http://www.indexmundi.com/germany/unemployment_rate.html

http://www.indexmundi.com/france/unemployment_rate.html

http://www.indexmundi.com/greece/unemployment_rate.html

Það er ekki hægt að sjá á þessum tölum að atvinnuleysi sé að aukast með árunum, undantekning er Spánn en þar er nýsprungin fasteignabóla og allt í hers höndum.

Aðild að ESB mun ekki breyta neinu í sambandi við magn erlends vinnuafls, við erum nú þegar í EES.

Matvælaverð á Íslandi hefur síðustu ár verið með því hæsta sem gerist í Evrópu og mun mjög líklega lækka við inngöngu í ESB vegna afnáms tolla á landbúnaðarvörum.

Afhverju verður húsnæðisekla?

Arnþór (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 23:26

32 identicon

Bendi mönnum að kinna sér ástandið á írlandi þeir eru í ESB og með efruna ég sé ekki betur enn altt sé að fara þar til fjandans, þrátt fyrir að vera í þessu algóða bandalagi ykkar! ja svei

Þórarinn Baldursson (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 00:37

33 Smámynd: Óskar Arnórsson

Arnór. Þú þarft að skoða staðreyndir og ekki "teóríur". Það er bara smá hópur sem græðir á að vera í ESB. Ég sé áhrifin á venjulegt fólk í Evrópu. Það er ekki bara í Írlandi eins og Þórarin segir. það er í Englandi og Hollandi líka. 

Jóhanna sagði að í Kastljósi að Ríkistjórnin væri búin að mestu að komast fyrir vandamál á Íslandi, eins og atvinnuleysi og vandræði húseigenda með lánin sín!

Af hverju hafa húseigendur og atvinnulausir á Íslandi ekkert frétt af þessu? Þetta hefur alveg farið fram hjá mér alla vega.

Jóhanna sagði líka að sala á eignum Landsbankasn dygði alveg fyrir öllum Icesave skuldum. Og meira að segja að það yrði afgangur.

Af hverju fréttir ekki skilanefnd Landsbankan ekki af þessu? þetta er jú gleðifréttir, enn það vill bara svo til að það er ekki satt...þó að forsætisráðherrann sjálfur segi það opinberlega...

Ég hef gaman af vísindaskáldsögum og les heimasíðu "Flata Jörðin Félagsskapurinn", enn ég þarf ekkert endilega að trúa því. Er það nokkuð? ESB er svona "teóría" sem ekki stenst í raunveruleikanum..

Óskar Arnórsson, 5.2.2010 kl. 03:00

34 identicon

Eins og þú bendir á þá er atvinnuleysið og vandræði húseigenda með lán nú þegar vandamál. En þú talar um að þetta versni með inngöngu, afhverju það?

Það er þú sem er með "teóríur" en ekki staðreyndir...

Það ert þú sem segir; þeir taka frá okkur auðlindir, atvinnuleysi eykst, það verður húsnæðisekla, matvælaverð hækkar, launalækkanir... Þetta eru langt frá því að vera staðreyndir.

Arnþór (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 08:37

35 Smámynd: Óskar Arnórsson

..vegna þess að það er reynsla almúgafólks í flestum öðrum ESB löndum Arnþór. Það eykst atvinnuleysi og í Svíþjóð og Danmörku er verið að fela og fegra atvinnuleysi með að hafa sem flesta í skólum, endurmenntun og "vinnupraktík".

Allskonar kerfum sem ekki heita atvinnuleysi beint. það sama mun ske fyrir Ísland við inngöngu í ESB. Þetta er mjög einfalt að skilja, ef maður hefur þá ekki beinan hag af því sjálfur að vera með í ESB. Ég veit ekki um þig.

Segðu mér hvað Ísland græðir á ESB og ég skal segja þér hverju við töpum. 

Óskar Arnórsson, 5.2.2010 kl. 09:47

36 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hverjir eru kostir þess að Ísland gangi í ESB?

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.2.2010 kl. 10:47

37 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Guðrún þeir eru margir. Þessir kostir hafa áhrif á okkar daglega líf og erfit að benda á einn sérstakan því til staðfestu. Þetta er eins og að fara úr lélegum skóm yfir í nýja og vandaða. Þú veist ekki hver er munurinn en þú finnur hann. Það þarf stundum að ganga þá til. ;)

Guðlaugur Hermannsson, 5.2.2010 kl. 11:41

38 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, Guðrún. þetta er eins og að tengja landið við risa skóbúð. Allir þegnar landsins fá nýja skó og verðið er leyndarmál...Ríkisleyndarmál..

Óskar Arnórsson, 5.2.2010 kl. 11:47

39 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæll Óskar. Góðir skór eru aldrei of dýrir og það er ekki leyndarmál. Konur kaupa sér skó á verði reiðhjóls. Hvers vegna? Lífsgæðin felast í velferð daglegs lífs. Í því eiga góðir skór stóran þátt.

Guðlaugur Hermannsson, 5.2.2010 kl. 11:52

40 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Einmitt Óskar, og er málið ekki það að allir svokallaðir kostir ESB aðildar eru horfnir?

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.2.2010 kl. 12:55

41 identicon

Eitt hef ég verið að velta fyrir mér.  Gefum okkur að Ísland sé gengið í EB og í ljós komi að það reynist okkur verr að vera innan þess en utan.  Komumst við þá út úr sambandinu?  Tæknilega er það líklega hægt en í reyndin er sennilega önnur.

Á maður að ganga inn í samband sem maður kemst ekki út úr, ef það reynist illa, nema þá með miklum fórnum? 

Jóhannes (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 14:09

42 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er eins og að ráða dómara Jóhannes. þeir eru æfiráðnir og það skiptir engu máli ef það kemur í ljós að þeir eru vanhæfir. þeir meiga vinna eins og þeir vilja. Sama er með ESB. Þaað er eiginlega æfiráðning. Það er svo dýrt spaug að kaupa sig úr þessum félagsskap að flestir ákveða að halda áfram. Mig minnir að Grænland hafi sagt sig úr ESB, og tekist það.

Óskar Arnórsson, 5.2.2010 kl. 15:09

43 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Við munum aldrei fara í ESB fólk treystir ekki þessri lygastjórn sem stefnir heilshugar að því að hafa lýðræðislegan rétt af fólkinu um kosningu á littlu Iceslave frumvarpi en ætlar að treysta henni til að kjósa um aðild að evrópusambandinu þvílík stjórn. Vanhæft fólk sem loðar við að vera þroskaheft sér ekki staðreyndir þess í stað horfir í Nöktu keisarana sína (stjórnina) sem þykjast vera í fötum. Gagngrýndu fyrirennara sína fyrir að hafa ekkert gert til aðstöðva bankana á sínum tíma, en fær svo völd og gerir ekki neitt. Svona elta flokkabullurnar sína menn án hugsunar og skiptir littlu hvort viðrinin snúast fram og aftur í skoðunum sínum, alltaf skal það varið. Svo telur þetta fólk sig svo gáfað og evrópusinnað en þegar á reyndi þá þekkti það ekki evrópullögin. Brétar og hollendingar eru að hlæja afsér rassgatið og gott ef ekki að barroso eða hvað nú hann heitir glotti ekki við tönn.

Elís Már Kjartansson, 5.2.2010 kl. 23:25

44 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Elías! Þú sérð djöfulinn í öllum skúmaskotum ESB.

Guðlaugur Hermannsson, 6.2.2010 kl. 06:56

45 Smámynd: Óskar Arnórsson

ESB er með regluverk sem eitt sér passar Íslandi sem smáríki engan vegin. Íslendingar trúa margir hverjir að einhver björgun á efnahag felist í inngöngu ESB. Svo er alls ekki. Kostnaður við aðild er gifurlegur. Það er eins og að tvöfalda kostnað við að reka þarflaus embættismannakerfi.

ESB sinnar eiga það sameiginlegt að geta ekki sýnt fram á hvað Ísland vinni á aðild. Það er einfaldlega vegna þess að það er ekkert að vinna á aðild.

Ísland þarf ekki leyfi nein erlends ríkis til að taka upp gjaldmiðil þeirra. Samt hafa ESB sinnar ýjað að því að ESB leyfi þurfi til að taka upp evru. Engin svona leyfi þarf frá ESB. Ísland yrði ekki lengur sjálfstætt nema að nafninu til með aðild að ESB. Atvinnuleysi myndi ekki minnka nema með tilkomu ódýrs erlends vinnuafls.

Íslendingar sjálfir myndu flykkjast erlendis til vinnu. Útlendingar kæmu í staðin. Landbúnaður á Íslandi gæti aldrei þrifist. Bændastéttin myndi leggjast niður. Lönd þeirra yrðu seld undir sumarbustaði. Hvalveiðar yrðu bannaðar. 

Erlend skip myndu fá að fiska á miðunum. 200 mílna lögsagan yrði óþarfi. Sjúkdómar færu að herja frítt á fé og dýrum almennt. 

Fátækt á Íslandi yrði gífurleg og Íslendingar myndu hætta að vera til eftir nokkrar kynslóðir sem sér þjóð. 

Tek undir með Elíasi.

Óskar Arnórsson, 6.2.2010 kl. 11:11

46 identicon

Óskar, þetta er nú ekki alveg svona einfalt að Ísland þurfi ekki leyfi neins erlends ríkis til að taka upp gjaldmiðil þeirra. Seðlabanki Íslands getur ekki prentað evrur. Seðlar og mynt eru aðeins um 1% af peningamagni í umferð. Ef Ísland myndi taka upp á að deila í allar peningainnistæður með ákveðnu gengi evrunnar og kalla innistæðurnar evrur myndi enginn taka mark á því.

Ef ríkið byði síðan fólki að skipta innistæðunum í seðla myndi það aðeins geta það með því að ganga á gjaldeyrisforðann. Hann myndi klárast á nokkrum dögum og aðeins duga fyrir hluta af inneignum í krónum.

Vilhjálmur Þorsteinsson skýrir þetta ágætlega í þessari grein:

http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/989731/

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 20:38

47 Smámynd: Óskar Arnórsson

Theodór! Þetta var heilmikill lestur og fróðlegur. Greinilega sérfræðingar hver á sínu sviði þarna og er alltaf hollt að lesa það sem þeir hafa að segja. það er þannig að erfitt er að skipta um gjaldmiðil ef Seðlabanki fær ekki beinan aðgang að ECB með lán, því ekki getur Seðlabanki prentað evrur. 

Ef seðlamagnið sjálft er bara 1% af peningum í umferð, ætti það að auka möguleikanna á að taka upp evruna. Eftir að hafa lesið þetta, þá skipti ég nú um skoðun á hluta minna hugmynda um upptöku á evrunni. það er að segja, að skipta alveg.

Búlgarir neyddust inn í eftirfarandi fyrir 25 - 30 árum síðan. Peningar þar voru svo verðlitlir, að dollari varð automatiskt gjaldmiðill númer 2. Var þetta hagkerfi tvöfalt og samt hjálpaði það heilmikið. Margar verslanir og hótel tóku t.d. ekki við gjaldmiðli landsins. Eingöngu var samþykkt að taka dollara eða ýmsa aðra erlenda gjaldmiðla.

Þetta sýstem hafði ýmsa kosti eins og að innlendi gjaldmiðillinn styrktist, enn var líka óréttlátur vegna misskiptingar. Sumar stéttir fengu greitt í erlendum gjaldeyri og aðrar stéttir ekki.

Alla vega er þegar farið að myndast tvöfalt hagkerfi á Íslandi, og það gerist automatiskt þegar efnahagur lands fer á botninn eins og gerðist hér. Í stað þess að vinna á þessu hagkerfi og reka .að í felur eins og oft er gert, þarf að gera það opinberlega viðurkennt og tryggja að fólk geti verið með gjaldeyri sinní landinu.

Ef reglur eru ekki aðlaðandi fyrir gjaldeyriseigendur, verður til "svartamarkaðssýstem" eða menn fara að leika sér að reglunum. Hagkerfið verður að fá að lifa eigin lífi. Annars er það ekker alvöru hagkerfi.

Óskar Arnórsson, 7.2.2010 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband