Hann Geirharður var ekki ábyrgur fyrir þessu lygavef stjórnvalda. Það var Björgvin viðskiptaráðherra.

Það er með eindæmum hvernig almúgurinn veður uppi og vænir stjórnvöld um lygar. Það rétta í þessu öllu saman er að stjórnvöld höfðu ekki grænan grun um ástandið og kom það jafn flatt upp á þá eins og það kom flatt upp á okkur hin.

Þetta sýnir okkar svo ekki verði um villst að það var engin stjórn á nokkrum sköpuðum hlut hjá þessari ríkisstjórn. Stjórnin vissi ekki neitt og Björgvin heiðraði Landsbankamenn fyrir frágang á ársskýslu bankans aðeins 20 dögum fyrir hrunið.

FME fullnægði eftirlitsskyldu sinni með því að skoða bókhald bankanna sem útbúið var af endurskoðunarskrifstofum. Þeir gerðu þolpróf 26 dögum fyrir hrunið. Hvað var það sem þeim yfirsást í "bókhaldinu"? Að "goodwillið" var 2/3 af eignasafninu?

Þessi aðferð bankanna er vel kunn frá fyrri tímu. Á síldarárunum þá var síldin veðsett fyrir rekstrarlánum hjá ríkisbönkunum. Síldarkóngarnir tóku á leigu skemmur og stöfluðu tómum síldartunnum innst og yrst hlóðu þeir fullum tunnum og gengu þannig frá stæðunum að ekki komst nokkur eftirlitsmaður inn fyrir til að kanna innihald þeirra sem staflað var fyrir innan þær fullu.

Það sem verst er í þessu öllu saman er að Seðlabanki Íslands var óspar á lán til gömlu bankanna án ábyrgðar svo að segja má að ríkisstjórnin hafi verið í sömu stöðu og Bresku og Hollensku seðlabankarnir hvað snertir vitneskju um hina raunverulegu stöðu bankanna. Líklegast hefur Seðlabanki Íslands verið með bankastjórn sem ekki hafði yfirsýn yfir stöðuna vegna kunnáttuleysis og ekki síst reynsluleysis og þar af leiðandi stórhættuleg fyrir viðskiptavini gömlu bankanna sem töpuðu flestir 2/3 hluta þess fjármagns sem var á innlánsreikningum og lánakröfur sem hvíldu á þeim.


mbl.is Segir íslensk stjórnvöld hafa logið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband