Ef þjóðin synjar Icesave þá er það sama og vantraust á ríkisstjórnina.

Það verður krafa kjósenda að stjórnin segi af sér og boði til nýrra kosninga strax í vor ef Icesave verður synjað.

Þessi stjórn hefur valdið óbætanlegu tjóni með því að skrifa undir óhagstæðan samning fyrir okkar hönd.

Ef þjóðaratkvæðagreiðslunni verður ekki seinkað þá er nánast víst að lögunum verði synjað af fleiri kjósendum en ella.


mbl.is Margra vikna frestun er brot á stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég vil ekki að þetta verði kosning umtraust eða vantraust á ríkisstjórnina.  Ef þjóðin hafnar Icesave þá fær ríkisstjórnin umboð frá þjóðini til að hafna Icesave með þeim áhættum sem því fylgja.

Offari, 28.1.2010 kl. 12:12

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þjóðin kaus stjórnina og ef hún hafnar verkum hennar þá hafnar hún stjórninni.

Guðlaugur Hermannsson, 28.1.2010 kl. 12:23

3 Smámynd: Offari

Hafði ríkistjórnin heimild til taka þá áhættusömu ákvörðun að hafna Icesave? Ríkisstjórnin veit um hætturnar við höfnun og hefur engan rétt til að gambla með þær áhættur.  Ef við förum að snúa þessi yfir í það hvort ríkmisstjórn standi eða falli er hætt við að kosningarbaráttan fari að snúast um allt aðra hluti en kosið verður um.

Það eru margir sem vilja hafna Icesave en styðja samt þessa ríkisstjórn. Það eru reyndar líka til einhverjir sem vilja samþykkja (vonandi samt ekki margir) En væru til í að gera allt til að losna við þessa óstjórn.  Fari kosningar að snúast um eitthvað allt annað en kosið er um er hætt við að útkoman skökk.

Offari, 28.1.2010 kl. 13:18

4 Smámynd: Offari

hætt við að útkoman verði skökk

Offari, 28.1.2010 kl. 13:20

5 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þetta ákvæði í stjórnarskránni gerir forseta Íslands að valdamesta manni Íslands. Þetta er aðeins byrjunin. Ef forseta líst ekki á ný lög þá neitar einfaldlega að skrifa undir lögin. Það er því komin upp sú staða að forsetinn geti farið að tilmælum mótmælenda og neitað að skrifa undir. Eina svarið við þessu er það að ríkisstjórnin kanni fyrirfram hvort meirihluti kjósenda sé samþykkur þeim lögum sem ætlunin sé að samþykkja á þinginu með einfaldri skoðannakönnun.

Guðlaugur Hermannsson, 28.1.2010 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband