Mótmælum veðrinu á Íslandi og boðum alla veðurfræðinga á fundinn.

Mótmælum veðrinu á Sunnudag. Fundurinn verður haldin innandyra vegna veðurs. Það er óþolandi að veðrið sé ekki betra á Íslandi. Farið verður heim til veðurfræðinganna og þeir dregnir á fundinn ef þeir mæta ekki af sjálfdáðum.

Það er með ólíkindum að menn geri sér slíkar grillur eins og þær að stjórnarherrar geti lagað ástandið með frekari gjörningi en núþegar hefur verið framkvæmdur af þeirra hálfu. Það er ekki búið að setja neinn í steininn enn.

Lánshæfismat ríkisins er í ruslflokki. Forsetinn neitar að skrifa undir lögin um Icesave. Ríkisstjórnin hefur ekki afhent Bretum og Hollendingum eignasafn Landsbankans upp í Icesave skuldina sem dekkar 90% af heildarskuldinni.

Verkalýðshreifingin hefur ekki krafist þess að launavísitalan verði sett í gang aftur. Í þjóðarsáttinni var hún tekin úr sambandi og Seðlabanki Íslands lofaði að halda verðbólgu innan marka viðmiðunar sem var 2.5%. Eins og við vitum í dag þá tókst Seðlabankanum ekki að standa við loforðið og sem meira var honum tókst ekki heldur að standa sig í sínum eigin daglega rekstri og ennþá síður að vernda stöðuleika launþega gegn verðbólgu sem þeir voru berskjaldaðir fyrir vegna afnáms launavísitölu.


mbl.is Ráðherrar og verkalýðsforingjar mæti á Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Veðrið er dásamlegt hér. Ég var stödd á Austurvelli sl. laugardag. Ég sá þig ekki? Why?????????????

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.1.2010 kl. 21:34

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Væri með ykkur ef ég gæti við verðum að berjast fyrir réttlæti það er verið að troða á okkur og okkar réttindum!

Sigurður Haraldsson, 23.1.2010 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband