Seðlabankinn lánaði Kaupthing Bank 90 milljarða án trygginga korter fyrir hrun.

Seðlabankinn er búinn að toppa einkabankanna með því að lána fé út án trygginga. Hrun bankanna á vesturlöndum hefur ekki valdið seðlabönkum landanna fjártjóni. Seðlabanki Íslands er eini seðlabankinn sem varð gjaldþrota í þessu hruni. Hann hefur ekki bara tapað fé heldur fór hann beint á hausinn sem er líklegast met.

Er það nema vona að rekstur Seðlabanka Íslands er notaður sem dæmi í háskólum víða um heim um það hvernig á EKKI að reka seðlabanka.

Núverandi staða Seðlabankans er ekki betri en hún var. Skuldir þjóðarbúsins eru vanmetnar svo hundruðum prósenta skipti. Fjármálaráðherrann er ekki með rekstrarþekkingu umfram reksturs vörubíls. Jóhanna hefur aldrei haft mannaforræði fyrr og er að reyna að stjórna heilu samfélagi með skuldir sem engin þjóð hefur áður staðið undir.

Skattamál ríkisstjórnarinnar eru eins og hengingaról fyrir þjóðfélagið. Atvinnuleysi eykst í hverjum mánuði þrátt fyrir landflótta vinnuaflsins á besta aldri. Við bankahrunið féll krónan um 60% og launin þarmeð en verðlag hélst í verðtryggingunni. Menn tala um að skuldir heimilanna hafi aukist um svo mörg prósent, hið rétta er að launin hafa lakkað um 60% en vöruverð staðið í stað. Þessu til staðfestingar þá hefur bensínverð staðið í stað miðað við evru eða sem því næst, líterinn er á 1 evru. Þetta verð er það sama í Evrópu.

Það má líkja þessu við þá stöðu sem gæti verið á þessa leið: Þú fjárfestir miðað við þau laun sem þú færð fyrir 8 tímanna og stendur í skilum en af þú fengir ekki vinnu nema 4 tíma á dag en ert með sömu útgjöld og áður þá fer þetta aðeins á einn veg. Ofan á þetta allt þá bætist við hækkun á skattaprósentunni af 4ra tíma laununum sem þýðir aðeins eitt, minni greiðslugeta ásamt rýrnun kaupmáttar, sem síðan leiðir af sér hærri atvinnuleysistölur og meiri landflótta ungafólksins, sem eru jú undirstaða atvinnulífsins. Skattahækkunin skilar sér ekki í ríkiskassann vegna lægri tekna og rýrnun kaupmáttar.


mbl.is SÍ með 350 milljarða kröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband