Þetta er fyrning á "eignarétti" sægreifa á almenningseign.

Þessi fyrning er ekki ætluð til þess að taka af útgerðunum fiskveiðiheimildir því þær verða áfram í höndum þeirra með endurúthlutun. Það sem þessi gerningur veldur er að fiskveiðikvótinn verður ekki framseljanlegur og ekki veðhæfur sem hluta af veðsetningu fiskiskipa þar sem aflaheimi,din gefur hærri veðsetningarmöguleika vegna aflaheimildanna.

Það er í höfuðdráttum eignarétturinn sem málið snýst um. Kvótaúthlutun verður áfram framkvæmd og til þeirra útgerða sem veiða fiskinn með eigin skipum eða bátum.


mbl.is Baráttufundur í Eyjum gegn fyrningu og álagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Pálsson

Fyrir utan það að útgerðir hafa verslað með aflaheimildir sín á milli fyrir fleiri milljarða. 80-90% aflaheimilda hafa gengið kaupum og sölum, er því ljóst að gríðarleg fjárfesting lyggur að baki. Fyrirtæki hafa byggt upp fiskvinnslur og látið byggja skip eftir stærð þess kvóta sem þau hafa keypt til sín og því eru framleiðslutæki greinarinnar nýtt til hins ýtrasta.
Þær útgerðir sem voru illa reknar, hafa verið keyptar út og því hefur hagkvæmni myndast í greininni.
Með þessu kerfi er þjóðin því að hámarka mögulega arðsemi sína af þessari auðlind sem hún vissulega á.

Haraldur Pálsson, 20.1.2010 kl. 21:16

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þú segir að aflaheimildir hafi gengið kaupum og sölum. Ekki hefur neinn þurft að kaupa þær af Sjávarútvegsráðuneytinu. Handhafar veiðiheimilda hafa haft þær án gjalds. Allt tal um "kostnað" útgerðarinnar vegna "viðskipta" þeirra á milli hefur ekkert með almenning að gera sem er jú eigandi fiskistofnanna.

Ég gef ekki mikið fyrir svona útskýringar á stöðu núverandi handhafa veiðiheimilda sem þjóðin á með réttu. Að kaupa hlut af öðrum en eigendum hans og/eða án heimilda viðkomandi er ekki löglegur gjörningur.

Guðlaugur Hermannsson, 20.1.2010 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband