Jákvæð kynning fyrir Ísland.

Öll þessi athygli sem Ísland hefur fengið síðustu 16 mánuði yrði hægt að meta á tugi eða jafnvel hundruða milljarða.

Íslendingar búa við samskonar vá og Haitibúar. Jarðskjálftar eru að verða tíðari en áður og öflugri. Það er gott að við getum komið öðrum til hjálpar og ekki skaðar það að eftir því verður tekið víða um heim.


mbl.is Íslendingar vekja áhuga Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er búsettur erlendis og hef ekki séð eina einustu frétt um íslenska hjálparsveit. Hér fjalla fréttirnar um atburðinn, hörmungarnar og fólkið, en ekki hverjir séu að hjálpa enda koma þeir frá tugum landa.

Minnimáttakend Íslendingsins kemur berlega í ljós í þessum fréttaflutningi og er af sama meiði og "how do you like iceland"

Bergur Steinþórsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 12:43

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það eru miklir möguleikar á því að Ísland verði miðja alheimsins og erum við þaraf leiðandi iðnir við að fylgjast með framgangi þess möguleika.

Guðlaugur Hermannsson, 16.1.2010 kl. 12:49

3 Smámynd: Ibba Sig.

Gott að sjá að Bergur hefur skannað allar heimsfréttirnar og viti betur en við hin sem höfum séð þetta aftur og aftur á CNN og fleiri erlendum fréttamiðlum. Fréttaflutningur af björgunarstarfi fylgir alltaf fréttum af svona hörmungum og er bara gott eitt um það að segja því meiri fréttir af skaðalandi skilar sér í meiri aðstoð. Það er staðreynd. Og það að íslenska sveitin hafi fengið hlutfallslega mikla athygli er bara jákvætt enda er hún að gera góða hluti.

Ibba Sig., 16.1.2010 kl. 14:19

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég var í þessum töluðu orðum að styðja Rauðakross Bandaríkjanna með fjárframlagi. Ég skora á ykkur kæru landar að gera hið sama.

Guðlaugur Hermannsson, 16.1.2010 kl. 14:23

5 identicon

Það ber meira hér á fréttum af þjófnaði íslensku bankanna á sparnaði ellilífeyrisþega :(

Þarf meira en svona til að bæta ímynd Íslendinga.

Fór að þínum ráðum Guðlaugur og styrkti Rauðakross Bandaríkjanna.

Bergur Steinþórsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 16:46

6 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Þessi jákvæða kynning sem björgunarsveitin hefur gefið er allt í rétta átt og kemur akkúrat á þeim tíma sem við þurfum mest á því að halda.

Karl Jóhann Guðnason, 16.1.2010 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband