16.1.2010 | 03:46
Er SJS með umboð til stjórnarslita?
ESB skapar okkur örugga framtíð. Það sem vekur mestan ótta við inngöngu í ESB er óvissan um sjávarauðlindir okkar. ESB er með sameiginlega stefnu í sjávarútvegsmálum í dag. Ástæðan fyrir því er sú að þau Evrópulönd sem eru í ESB eru með sameiginlega fiskistofna í sínum lögsögum. Þegar Ísland gengur í ESB þá verðum við ekki með sameiginlegan kvóta með ESB nema í flokkustofnum eins og síld og loðnu. Í dag erum við með samkomulag við ESB um skiptingu kvótans. Við inngöngu okkar þá verður þetta samkomulag áframhaldandi en engin heimild til veiða í okkar staðbundnu stofnum. Það er ekki nein skynsemi í því að veita þeim aðgang að lögsögu okkar frekar en að við fengjum aðgang að olíuauðlindum Breta eða Dana.
Íslendingar verða að skilja að hugtakið "sameiginleg fiskveiðistefna" er aðeins vegna aðstæðna í ESB sem er samliggjandi landhelgi ríkjanna og þar af leiðandi sameiginlegir stofnar þessara ríkja eins og flokkustofnarnir innan landhelgi Íslands, Færeyjar, Noregs og ESBlandanna eru sameiginlegi þessum þjóðum.
Samherji er líklegast stærsti útgerðaraðilinn innan ESB með nánast allan karfakvóta ESB. Einnig er Samherji með stóran hluta af veiðiheimildum ESB innan landhelgi Noregs á þeim stofnum sem eru sameign Noregs og ESB. Rússar eru einnig með samliggjandi landhelgi með Norðmönnum og þar með deila með Norðmönnum veiðiheimildum á sameiginlegum fiskistofnum ríkjanna.
Noregur vill ekki ganga inn í ESB vegna fiskveðistefnu sambandsins. Ég tel að það muni lítið breytast hjá Norðmönnum við inngöngu þeirra í ESB vegna þeirrar staðreyndar að það er búið að skipta veiðiheimildum milli þeirra núþegar og yrði ekki breyting á því.
Vilja hvorki ESB né AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.