Færsluflokkur: Bloggar
21.1.2015 | 16:50
Enn og aftur eru Framsóknarkvensurnar að klúðra málum..
Það er með eindæmum hvað það gengur brösulega hjá flugvallavinunum tveimur og Framsóknarkvensunum í borgarstjórn. Þetta er að verða frasi sem hentar í leikhúsum en ekki í borgarstjórn.
Gústaf áfram varamaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2014 | 10:29
Loðnuveiði er að ganga á bolfiskstofnanna og seyði ýsunar blandast við loðnuna á Eldeyjarbankanum.
Fyrsta loðna vertíðarinnar veiddist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2013 | 10:37
Það er frétt að stjórnmálamaður er drepinn en ekki lengur almenningur.
Nú er farið að greina þá drepnu eftir stöðu þeirra en ekki sem manneskju. Er ekki lengur minnst á þá almennu borgara sem falla í árásum? Ég skal viðurkenna að það hefur ekki lengur sömu áhrif á mig og fyrr en samt er þetta svo alvarlegt mál að það hreifir við manni í hvert sinn.
Það er ekki ólíklegt að þetta allsherjar stríð um víðan heim sé að verða að hugsanlegu 1000 ára stríði. Þetta virðist aldrei ætla endi að taka og er ýtt undir þetta með trúarofstæki og pólitískum öfgum.
Stjórnmálamaður drepinn í Líbanon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2013 | 16:13
Alþjóðahafrannsóknaráðið ráðleggur aðeins 15.000 tonna veiði á næsta ári í Barentshafinu.
Þessi frétt er í fiskifréttum í dag. Þegar hún er lesin þá sést afar vel hvað loðnan er stór þáttur í þorskstofna stærðinni. Þorskstofninn er orðin svo stór í Barentshafinu að loðnan dugar ekki lengur sem grunn fæða fyrir hann. Það er því nauðsynlegt að auka þorskveiðar á svæðinu svo um munar. Það er ekki óalgengt að veiða yfir 600.000 tonn á ári og sér ekki högg á vatni. Ég hef marg bent á að loðnuveiðar við Ísland eru ekki skynsamar þegar tillit er tekið til slakrar þorsknýliðunar hér við land. Það hefur komið berlega í ljós að fuglalíf hér á landi er að hverfa smátt og smátt og er verst ástandið með kríuna. Sandsíli er aðal uppistaða fæðu þessara fugla.
Ekki éta útsæðið er gott ráð til að sporna við þessari þróun. Höldum þorskstofninum sterkum og göngum ekki á fæðuforðan með óstjórnlegum veiðum á loðnu og sérstaklega á hrygningartímabilinu við Reykjanesið.
Norðmenn sjá fram á gríðarlegan samdrátt í loðnuveiðum á næsta ári. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að aðeins verði leyft að veiða 15.000 tonn árið 2014 en á yfirstandandi ári var kvótinn 200.000, árið áður 320.000 tonn og árið þar á undan 380.000 tonn.
Veiðiráðgjöfin fyrir næsta ár grundvallast á rannsóknum sem sýna að hrygningarstofn loðnunnar hefur minnkað mikið milli ára og er hann talinn verða um 375.000 tonn á næsta ári. Samdráttur hrygningarstofnsins er talin stafa af veiðum og afráni sem rekja má til stórs þorskstofns, að því er fram kemur á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.
Ákvörðun um loðnukvóta næsta árs verður tekinn á fundi norsk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar sem haldinn er í St. Pétursborg í þessari viku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2013 | 11:43
Pólitísk flétta? Legugjöld sett á og hætt við. Ríkistjórnin vinsælli fyrir bragðið.
Það er einstakt að kjósendur hafa ekki enn lært á þessa fléttu stjórnmálamanna að setja á fáránlegan skatt og skapa með því algjöra andstöðu kjósenda og nokkrum dögum eftir að minka um helming eða jafnvel taka til baka að öllu leiti.
Kjósendur virðast þá verða á bandi þeirra eftir lækkun/afnám og meta þá sem sanngjarna ábyrga ráðherra og fylgja þeim í öllum málum.
Þá er auðveldara fyrir stjórnmálamenn að svíkja loforð úr kosningabaráttunni vegna þeirra "vinsælda" sem þeim áskotnast eftir blekkinguna.
Hætt við legugjald ef 200 milljónir finnast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2013 | 10:08
Til hamingju Ísland..... Grein eftir NIKÓLÍNU JÓNSDÓTTUR
Þessi mjög svo athyglisverða grein er eftir NIKÓLÍNU JÓNSDÓTTUR sem hún skrifaði á www.innihald.is sé ég mig knúinn til að birta hér á blogginu mínu:
"Tilvittnun"
Já, ég segi til hamingju með þessa stórkostlegu flokka sem þjóðin kaus yfir sig. Það er eins og Íslendingar læri aldrei af mistökum sínum. Að kjósa yfir sig sömu flokkana og þá sem sökktu Íslandi á sínum tíma. Var ekki nægilegt áfall að landið stóð frammi fyrir gjaldþroti?
Nei, sem sagt, það var ekki nóg. Núna loksins fengu sömu flokkarnir að stjórna og hvað þá?
Jú, það á að sökkva sjúkrahúsunum. Eða réttara sagt, það á að sökkva því sem eftir er af þeim.
Þegar ég kaus þá hugsaði ég um að ég vildi kjósa góða stjórnarandstöðu. Fólk sem gæti hugsanlega staðið uppi í hárinu á þessari ríkisstjórn sem íslendingar stefndu á að kjósa.
Hvar er forgangsröðunin hjá þessari ríkistjórn. Ekki er það fólkið í landinu.
Við LOFUM BÆTUM KJÖRIN Á SJÚKRAHÚSUNUM.
Flott framtak hjá þessari ríkistjórn. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólahring sem þeir dvelja á Landspítalanum.
Ef ég þarf að leggjast inn á Landspítalann í 10 daga þarf ég þá að borga 12 þúsund krónur.
Hvað með fólk á líknadeild?
Hvað með fólk með krabbamein?
Hver á að borga þegar dauðinn bankar á dyrnar?
Eru það aðstendendur?
Eða á að flokka okkur í hópa eins og hvert annað dýr í sláturhúsi?
Ekki nema stefnan sé að koma með gíróseðil og tölvu svo að sá sem er dauðvona komist inn á heimabanka sinn. Svona í síðasta skipti til að borga innlögnina fyrir lokadaginn.
Ég held að ég hefði gert nákvæmlega sama og hann Björn Zoega, segja upp stöðunni sinni. Ég skil hann vel að vilja ekki vera með í því að sökkva því sem eftir er af Landspítalanum.
Jú, ég er reið. Reið því ég veit um fullt af fólki þarna úti sem eiga ekki peninga fyrir læknaþjónustu eins og staðan er í dag. Hvað þá með auknum álögum. Ég mun ætla að heimafæðingum muni líka fjölga. Hverjar munu afleiðingarnar vera af því?
Ég segi það enn og aftur, til hamingju Ísland.
Við fengum það sem við kusum.
NIKÓLÍNA JÓNSDÓTTIR
Milljón úr eigin vasa í meðferðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2013 | 19:58
Þetta hljómar eins og "vafningur" fyrir mér.
Endurfjármögnun bankanna kostaði 250 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Björn Zoega hverfur af braut og Páll tekur við honum. Það er eins og að taka við hripleku skipi í brimgarði og ætla að lenda því í öruggri höfn.
Ég tek ofan hatt minn fyrir Páli með þessa ákvörðun hans að taka við starfinu og ætla að klára það eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Ég gef honum 3 mánuði í starfi, án þess að leggja fé undir vegna þess að það er ólöglegt.
Vonar að úr þessu verði bætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt. Þetta hafði ég ekki hugmynd um og hefði ekki getað gert mér í hugarlunda að svo væri. Hvað með að ferðast í bíl til að mynda? Þær eru ósjálfrátt að "stíga á bremsuna" og þar af leiðandi að keyra bílinn óbeint. Er þá ráðlagt að konur ferðist almennt í bílum? Þá kemur stóra spurningin: Geta þær riðið úlföldum? Ekki geri ég ráð fyrir að það hafi góð áhrif á eggjastokkanna.
Það er spurning hvort ekki sé öruggast að hafa konurnar heima á bak við eldavélina eins og frægur kvígukjassari sagði um konur á Selfossi. Það er vandlifað í þessum heimi að vera kona er ég nú fullviss um í dag.
Konur sem keyra skemma eggjastokkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2013 | 08:17
Pólskir læknar fluttir inn til að leysa bráðann vanda spítalans?
Hvað er markmiðið hjá nýja forstjóranum? Flytja inn pólska lækna? Það gæti létt undir hvað launakostnaðinn varðar. Það eru margir ágætis læknar í Pólandi og eru þeir að leita sér að verkefnum erlendis. Það verður nú gott að geta full mannað allar stöður aftur og bæta öryggi sjúklinga.
Nýi fortjórinn er vonandi hugaður til að taka árangursríkar ákvarðanir og ráða þessa góðu lækna til að veita þjónustu og koma í veg fyrir að spítalinn leggist af vegna manneklu.
Það ætti ekki að vera vandamál með túlka þar sem margir pólverjar tala frábæra íslensku og geta því starfað við túlkun á milli læknis og sjúklings.
Nýr forstjóri leysir ekki vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)