Ætlar Framsókn að skuldsetja okkur fyrir 2000 milljarða?

Hvað er í gangi hér? Eru Framsóknarmenn orðnir "útrásarvíkingar"? Ætla þeir að skuldsetja okkur fyrir 2000 milljarða sem kosta 100 milljarða á ári í vexti.

Ég er undrandi á svona "hat trick" reddingum á pólitískum grunni. Hvað ef ekki er þörf á þessum peningum? Það er alltaf hætta á því að stjórnvöld misnoti lánsfé og noti þá í ónauðsynlegar framkvæmdir.

Ef við tökum þetta lán þá verðum við ævarandi skuldbundnir Norðmönnum. Við verðum að draga til baka umsókn okkar í ESB og hugsanlega veita Norðmönnum veiðiheimildir í okkar fiskistofna.

Þetta verður hættulegt framtak hjá "Þotuliði" Framsóknar svo ekki sé meira sagt.


mbl.is Mikill velvilji í garð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vöðum ekki yfir lækinn eftir vatni.

Af hverju tölum við ekki við Norðmenn um lán? Það var viðtal við nefndarmann í fjárlaganefnd norska þingsins sem fullyrti að við fengjum allt að 2000 milljarða ískr lán hjá þeim ef við bara sæktum um það formlega.
mbl.is Ekkert samkomulag um Rússalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Írar. Þetta sýnir að við getum fengið ólíklegustu mál undanþegin.

Írar taka þátt í ESB og fá að halda getnaði sínum ósnertum eins og alltaf hefur verið.

Við getum því vænst að fá að halda okkar staðbundnu fiskikvótum í friði eins og Írar fá að halda getnaðinum.

Þetta er vísir að ásættanlegum undanþágum sem við getum vænst við inngöngu okkar inn í sameinaða Evrópu.


mbl.is ESB fært um að hlusta á fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin er ekki samstíga og þar af leiðandi veik á svellinu.

Það eru miklar líkur á að stjórnin falli í haust. Það er ekki möguleiki fyrir nýrri stjórn án kosninga. Jóhanna hefur gert góða hluti og ber að þakka henni fyrir vel unnin störf í þágu gjaldþrota þjóðar.

Hvað tekur við? D, F og V? Útilokað. D og S? Líklegast ekki. Þetta verður spennandi.


mbl.is Fellur ef ekki næst sátt um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband