Stöðugleikasáttmálinn að springa? Hvað tekur við? Óstöðugleikasáttmáli?

Það er ekkert sprengiefni í stöðugleikasáttmálanum, hann er gerður úr bláköldum staðreyndum. Ein af staðreyndunum er sú að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gera allt til þess að draga okkur út í meira hrun en þeir skópu í stjórnartíð sinni með því að vera með andóf á þinginu til að tefja fyrir ICESAVE samningnum sem mun opna fyrir okkur allar flóðgáttir til hagsældar og framfara.

Sjálfstæðismenn og Framsókn mega ekki gleyma þeirra ábyrgð á hruninu og spillingunni í viðskiptalífinu. Þessir flokkar eru að nýta sér smjörklípuaðferð Davíðs Oddssonar með því að níðast á ríkisstjórninni vegna ICESAVE sem þeir áttu sök á. Á meðan allir eru uppteknir við ICESAVE vandamálið þá talar enginn um Seðlabankagjaldþrotið sem Davíð Oddsson var valdur að. Seðlabankagjaldþrotið varð vegna þess að Seðlabankinn lánaði gömlu bönkunum allt að 500 milljarða króna án veðs í eignasafni þeirra. Það má ekki gleyma litlu bönkunum sem sóttu um lán frá Seðlabankanum til þess eins að lána svo aftur til gömlu bankanna gegn þeirra eigin skuldabréfum án trygginga eða veða í eignasafni þeirra. Er heil brú í þessu?


mbl.is „Kreppa - taka tvö“ framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi minn

Vilt þú að þjóðin taki á sig skuldir Landsbankans sáluga? Heldur þú að ef við samþykkjum að greiða Icesave þá muni allar flóðgáttir opnast  fyrir okkur, allar til hagsældar og framfara?

Bretar og Hollendingar hafa unnið hatramlega gegn okkur Íslendingum en það voru einstaklingar og einkafyrirtæki sem þjóðin gaf þessum einstaklingum á sínum tíma sem komu okkur öllum á kaldan klaka og þessir einstaklingar eiga í raun að borga.

Það er ekkert langt síðan að ég heyrði að Björgólfur Thor væri á lista ríkustu manna veraldar. Fínt ef satt væri og þá ætti hann að geta greitt sjálfur fyrir sínar skuldir.

Við þurfum að veiða meira af fisk og skapa tekjur uppí allar þessar skuldir, sem mér sýnist við vera svínbeygð til að borga.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.10.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér skilst að við flytjum út álíka mikla orku í formi áls og við flytjum inn af olíu og bensíni.

Sigurður Þórðarson, 23.10.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband