Það er ólöglegt að veðsetja veiðiheimildir. Fyrningin hefur ekkert að gera með afkomu Landsbankans.

Veiðiheimildir eru þjóðareign og ekki heimilt að veðsetja og því aðeins heimilt að nýta þær. Landsbankinn tók veð aðeins í fiskiskipum en ekki í kvótanum. Það var farið í kringum þessi lög með því að frysta veiðiheimildir á þeim skipum sem veðsett voru. Þetta verður til þess að þegar fyrning á sér stað þá mun Landsbankinn (NBI núna) krefja skuldara um viðbótar veð til mótvægis við kvótaskerðinguna. Þetta hefði farið svona hvort sem er. Erlendir aðilar meiga ekki eiga veiðiheimildir og því er spurningin því sú, hvað gerist þegar erlendir aðilar eignast bankanna og "veðin" sem þeir sitja með.

Banki sem heldur úti lánaviðskiptum með veð í skipsskrokkum langt út fyrir verðmæti framleisðslukostnað þeirra er gjaldþrota samkvæmt BIS reglum og afskriftarreglum bankastofnanna.


mbl.is Fyrning setur fjárhag Landsbankans í voða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nákvæmlega hárrétt hjá þér Gulli.

Sigurður Þórðarson, 20.10.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband