19.10.2009 | 23:21
Skuldbindingin er 105 milljaršar en ekki 253 milljaršar.
Žetta er stašreynd um stöšuna į ICESAVE skuldinni. Eignasafniš er um 90% ķ dag į nśvirši. Žetta žżšir aš eignasafniš mun gefa okkur 90% af skuldinni og eru žį meštaldir vextir af eignasafninu sem koma į móti vöxtum sem viš greišum til Breta og Hollendinga. Ef eignasafniš dekkar ekki 90% af skuldinni hvenęr svo sem greišslur berast frį safninu žį er nśviršiš ekki 90% af skuldinni heldur eitthvaš allt annaš.
253 milljarša skuldbinding | |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Athugasemdir
Til aš reikna sig nišur ķ 253 milljarša žarf einhverja śtópķska draumablöndu af sölu eigna og vaxtatekjum.
Įn tillits til vaxtatekna af eigum LĶ getur greišslubyršin ekki meš nokkru móti fariš nišur fyrir 350 milljarša, žó 90% af höfušstól greišist af eignum. Žį žyrfti um helmingur žeirra aš seljast į tveimur įrum, sem ešli mįls samkvęmt, gęfu ekki vaxtatekjur eftir žaš.
Žegar hinn skelfilegi naušasamningur var undirritašur 5. jśnķ var höfušstóllinn 692 milljaršar. Žaš er höfušstóllinn sem talaš er um. Į undirritunardegi var krafan, meš įföllnum vöxtum, komin ķ 708 milljarša žar sem vextir reiknast frį sķšustu įramótum og eru nś 100 milljónir į dag!
Trśšu mér, žessi reikningur veršur aldrei undir 500 milljöršum. Sannašu til.
Haraldur Hansson, 20.10.2009 kl. 00:18
Žaš žarf lķka aš telja meš 250 milljarša gengistryggša skuld NBI hf. viš skilanefnd gamla Landsbankans, sem er žaš sem bżr til žessar 90% heimtur. Skuld rķkisfyrirtękis er skuld rķkisins og ķ žessu tilviki žį renna afborganirnar beint upp ķ IceSave. Žetta eru bellibrögš aš dreifa heildarupphęšinni svona til aš hśn viršist ekki vera eins svakalega stór.
Gušmundur Įsgeirsson, 20.10.2009 kl. 00:24
Jęja strįkar mķnir er ekki komiš nóg af reikningi hjį ykkur ? Žaš er hęgt aš reikna sig upp eša nišur og śt og sušur. Žaš skiptir ekki mįli hver nišurstašan veršur. Viš erum jafn dauš hvort sem er. Hvort sem žetta eru rśm 800.000 eša 1.600.000, į mannsbarn, skiptir ekki mįli. vaxtakostnašurinn, einn og sér, kemur okkur allavega langleišina ķ gröfina. Ef ekki okkur žį allavega börnunum okkar. Eru žaš ekki žau sem eiga aš erfa landiš ? Hvķlķkur arfur ! Eftir 15 eša 20 įr, ef guš lofar, veršum viš komin śt śr holskeflu śtrįsaraumingjanna. Ętli börnum okkar lķši žį eins og Žjóšverjum eftir seinni heimsstyrjöldina, nišurlęgš og vilja ekkert af fortķš sinni vita ? Hęttum aš karpa um žessa 250 eša 500 milljarša. Žeir eiga ekki aš skipta neinu mįli. Mįliš er einfalt. Viš tókum ekki žįtt ķ žessari vitleysu og hvorki getum né viljum borga fyrir śtrįsaraumingjana. Blessunarlega eru žeir flestir flśnir śr landi og rétt aš leyfa gömlu nżlenduveldunum aš elta žį uppi til aš lįta žį standa reikningsskil gerša sinna. Žessar žjóšir kunna aš mešhöndla hryšjuverkamenn. Viš žorum varla aš minnast į žaš aš hér var ķ raun og veru framiš landrįš, žegar śtrįsaraumingjarnir tóku stöšu gegn žjóš sinni, sér til hagsbótar. Jį og flśnir af hólmi rétt eins og rottur sem yfirgefa sökkvandi skip. Žeir sżndu okkur ekki neina miskunn žegar viš žurftum aš borga af lįnum okkar, sumir meš ólögleg erlend okurlįn į bakinu. Žetta er žeirra hįttur. Žeir žekkja ekkert annaš en böšulshįtt. Afhverju eigum viš aš hlķfa žeim ? Nei viš borgum ekki skuldir fjįrglęfra og óreišumanna.
Lżšskrumari (IP-tala skrįš) 20.10.2009 kl. 03:50
Sęll Gušmundur. Žaš eru eignir į móti skuld rķkisins viš kaup NBI HF į innlendu eignasafni Landsbankans. Rķkiš borgaši meš skuldabréfi ašeins 50% af höfušstól safnsins. Žetta bętir stöšuna hjį okkur frekar en aš veikja hana. Ef viš seljum NBI til kröfuhafa žį fįum viš ašeins greitt til baka sömu upphęš og sett var ķ žaš.
Lżšskrumari. Sammįla žér meš landrįšin.
Gušlaugur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 07:44
Mér žętti gaman aš vita hvernig ķslendingar myndu taka ķ žaš ef einhver einstaklingur myndi bara drösla sér śt og refsa śtrįsarvķkingunum sjįlfur.
Kristinn (IP-tala skrįš) 21.10.2009 kl. 02:42
Ég held aš enginn myndi grįta žaš.
Hinsvegar vęri lang best ef žeir yršu lįtnir lifa ķ fangelsi og horfa upp į gjöršir sķnar. Žeir eiga ekki aš sleppa śt fyrr en Ķsland hefur greitt Icesave.
Sem er aldrei.
Lķtil sorg (IP-tala skrįš) 21.10.2009 kl. 03:02
Gušlaugur, rķkiš er aš kaupa innlendan rekstur Landsbankans (NBI hf.) į 140 milljarša. Bankinn er hinsvegar skuldsettur meš gengistryggingu gagnvart skilanefnd gamla bankans upp į 260-350 milljarša og hlutur rķkisins ķ žvķ er 80%-100%. Endanleg nišurstaša mun fara eftir žróun efnahagsmįla en aš lįgmarki er rķkiš aš borga 140 milljarša og yfirtaka um leiš skuldir aš lįgmarki 208 milljarša gegn žvķ aš fį 80% eignarhlut ķ nżja bankanum. Heildarkostnašur er žvķ aš lįgmarki 348 milljaršar en getur mest oršiš 490 milljaršar fyrir allt aš 100% eignarhlut. (Žetta er svipaš žvķ aš kaupa bķl į 2 milljónir sem er meš įhvķlandi myntkörfulįn upp į 4 milljónir: žegar upp er stašiš žį er mašur aš kaupa bķlinn į samtals 6 milljónir.) Ég er ekki sammįla žvķ aš žetta sé góš fjįrfesting fyrir banka sem er gjaldžrota og meš ónżtt oršspor, og tel žvķ aš žetta sé engan veginn til žess falliš aš bęta stöšu okkar heldur muni žvert į móti veikja hana. Žaš eina sem ég get séš aš vaki fyrir mönnum meš žessum gjörningi er aš greišslurnar ķ žrotabśiš eigi aš ganga upp ķ kröfur vegna IceSave og hękka žannig endurheimtuhlutfalliš til aš fegra reikninginn žegar veriš er aš leggja mat į upphęš rķkisįbyrgšar gagnvart tryggingasjóši innstęšueigenda. Žannig er ķ raun veriš aš dreifa heildarkostnaši vegna IceSave nišur į tvo ólķka śtgjaldališi žannig aš hvor tala fyrir sig verši ekki eins hį og hęgt sé aš kynna nišurstöšuna sem betri en hśn raunverulega er. Žarna er einfaldlega veriš aš fegra bękurnar meš flugeldahagfręši "2007 style".
Gušmundur Įsgeirsson, 21.10.2009 kl. 13:01
Sęll Gušmundur. Ég tel aš Landsbankinn verši seldur erlendum ašilum sem tengjast kröfuhöfum og žį veršur žetta dęmi frekar einfaldara en žaš er meš žessum "eiganda" rķkinu.
Žaš sem viš veršur aš vinna okkur śt śr er žetta gjaldžrot Sešlabankans sem er upp į 500 milljarša. Rķkiš lagši 350 milljarša inn ķ bankann sem viš žurfum svo aš greiša upp į nokkrum įrum. Sešlabankinn tapaši gjaldeyrisvarasjóšnum upp į 150 milljarša įsamt eignum ķ ķslenskum krónum upp į 350 milljarša. Ķ dag er žetta vandamįliš sem blasir viš okkur ķ nįnustu framtķš.
Landsbankinn mį alveg missa sķn og fara ķ gjaldžrot. Žaš er ekkert eftir nema eignasafniš upp ķ ICESAVE. Til žess aš bankinn virki ešlilega žį žarf allt aš 350 milljarša til aš reka hann sómasamlega. Žessa peninga eigum viš ekki og er vonandi aš viš fįum nżtt fjįrmagn inn ķ landiš ķ gegnum NBI HF frį erlendum fjįrfestum. Žetta er "Helvķtis fokking fokk" eins og mótmęlandinn hélt fram į śtifundunum.
Gušlaugur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 15:31
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.