16.10.2009 | 21:53
Gunnar er guðdómlegur prestur. Ekkert upp á hann að klaga.
Setjum Gunnar aftur í embætti. Söfnuður! Takið ykkur saman í andlitinu og sættist, knúsist og verið góð hvort við annað. Það er guðdómurinn í þessu öllu saman.
Ég vil benda fólki á að það er meiri friður í mótorhjólaklúbbunnum en í kirkjunni. Hvað er að? Er boðskapur drottins aðeins í orði en ekki á borði?
Hörð gagnrýni á biskupinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þó þú hafir ekkert upp á hann að klaga þýðir það ekki að aðrir séu sama sinnis og hafi sömu reynslu af honum...
Hann var ekki dæmdur sekur fyrir kynferðisafbrot en viðurkenndi ósæmilega hegðun gagnvart ungum stúlkum. Það er siðferðisbrot innan kirkjunnar og því ætti hann að mínu mati að hlýða og taka boði biskups um annað starf til að lægja öldurnar.
Held að málið sé bara orðið enn verra eftir þennan fund sem hann hélt, hann ætlar greinilega í hart og að koma sér aftur í embættið á Selfossi þegar allavega helmingur safnaðarins vill hann ekki og getur ekki treyst honum aftur.
Jon H. (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 23:11
Það er fyndið að Árni Johnsen ætli að taka málið upp á Alþingi. Sækjast sér um líkir.
Jón Flón (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 00:23
Séra Gunnar er vandaður í viðskipum og hlýlegur maður eftir því sem ég hef kynnst honum.
Sigurður Þórðarson, 17.10.2009 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.