Óveðursstofan verði sett á laggirnar. Siggi stormur óveðursstofustjóri.

Þetta er þvílíkur hvalreki á fjörur fréttamiðla. ICESAVE er nánast ekki nefnt á nafn í dag aðeins óveður. Þetta sýnir hvað það er í raun lítið annað að ske í þessu annars frábæra þjóðfélagi okkar. Fréttamenn eru afar undrandi á veðurofsanum og láta eins og svona veður hafi aldrei áður skollið á landinu. Við erum á búsett á milli 65. og 66. gráðu og getum því búist við stormi nánast allan veturinn.

Við þurfum að koma á fót óháðri peningamálastofu sem fyrst, þar sem snyllingar á borð við Gylfa Magnússon ráðherra spá fyrir um hrun gengis og bankastofnanna. Gylfi var iðinn við að vara okkur og stjórnvöld við hruni og loftbólumyndun fjármálakerfisins.


mbl.is Óveðursaðstoð veitt víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband