Til hamingju Írar. Þetta sýnir að við getum fengið ólíklegustu mál undanþegin.

Írar taka þátt í ESB og fá að halda getnaði sínum ósnertum eins og alltaf hefur verið.

Við getum því vænst að fá að halda okkar staðbundnu fiskikvótum í friði eins og Írar fá að halda getnaðinum.

Þetta er vísir að ásættanlegum undanþágum sem við getum vænst við inngöngu okkar inn í sameinaða Evrópu.


mbl.is ESB fært um að hlusta á fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

...um að gera að kjósa aftur og kjósa svo aftur uns "rétt" niðurstaða fæst (fyrir Evrópusambandið), þetta er flott lýðræði.

Garðar Valur Hallfreðsson, 3.10.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

ÞAÐ er aldrei of oft kosið þegar málstaðurinn er svona mikilvægur.

Guðlaugur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 16:32

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þessi vinnubrögð Evrópusambandsins eru hliðstæð og ef kosið yrði árlega á Íslandi til Alþingis þar til Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta á þinginu og þá yrði aldrei kosið aftur.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.10.2009 kl. 16:46

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess utan fengu Írar engar undanþágur frá neinu. Lissabon-sáttmálanum var ekki breytt á neinn hátt, "viðaukarnir" um fóstureyðingarnar o.s.frv. hafa nákvæmlega enga lagalega þýðingu og halda ekki fyrir dómstólum og geta þess utan aldrei hnikað því sem sáttmálinn kveður á um enda er honum ætlað að verða æðsta löggjöf innan Evrópusambandsins, stjórnarskrá þess.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.10.2009 kl. 16:49

5 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Burt séð frá því þá er okkar fiskistofnar staðbundnir og okkar eign. Flökkustofnar eru sameiginlegir stofnar Islendinga, Norðmanna og ESB. Þetta er staðreynd málsins og verður samið á þeim grundvelli.

Guðlaugur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 16:52

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Varúð. Írar og einhver "lokal" sérviska skiptir ESB ekki máli.

En hefur einhver litið á landakortið norðan 60° og skoðað hvaða þjóðir eiga þar aðgang að landi, sjó og norðurheimskautssvæðinu?

Alaska(USA), Kanada, Grænland, Ísland, Noregur, Rússland.

Hvaða þjóð af ofantöldum gætir hagsmuna ESB á þessu landakorti?

Kolbrún Hilmars, 3.10.2009 kl. 17:17

7 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæl. Ísland verður meðlimur ESB 2011, Noregur 2013 og Rússar 2015 ef allt fer sem vonast er eftir af Evrópuráðinu. Það þýðir því að mörg ríki munu annast hagsmuni ESB.

Guðlaugur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 18:04

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðlaugur, ég ætla rétt að vona að nú hafir þú ekki rétt fyrir þér!

Kolbrún Hilmars, 3.10.2009 kl. 18:14

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi minn

Nú hafa Írar endanlega gefið eftir sjálfstæðið sitt og eru þrælar ráðamanna í Brussel. Ég sé að við erum ekki bloggfélagar lengur. Það er leitt en ég verð að bíta í það súra epli. Hef bitið í þau mörg um ævina.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.10.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband