30.9.2009 | 08:18
Stjórnin er ekki samstíga og þar af leiðandi veik á svellinu.
Það eru miklar líkur á að stjórnin falli í haust. Það er ekki möguleiki fyrir nýrri stjórn án kosninga. Jóhanna hefur gert góða hluti og ber að þakka henni fyrir vel unnin störf í þágu gjaldþrota þjóðar.
Hvað tekur við? D, F og V? Útilokað. D og S? Líklegast ekki. Þetta verður spennandi.
Fellur ef ekki næst sátt um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll frændi.
Lélegasta stjórn að mínu mati er við stjórnvöld í dag. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur voru ekki að standa sig. Öll þessi spilling sem hefur átt sér stað gerðist á meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru við stjórn.
Við þurfum greinilega breytingu. Framsóknarmenn voru sniðugir að moka flórinn hjá sér fyrir síðustu kosningar. Þeir sem nú eru ráðamenn Framsóknar bera ekki ábyrgð á spillingunni sem átt hefur sér stað, bera ekki ábyrgð á kvótamálum Halldórs og fleira má telja upp. Þetta hefðu Sjálfstæðismenn átt að gera líka. Moka flórinn, senda í burtu alla þá sem tóku þátt í spillingunni. T.d. er Þorgerður Katrín illa brennd af spillingunni en hún tók heldur betur þátt í að dansa í kringum Gullkálfinn.
Ég tel að Utanþingsstjórn sé besti kosturinn, orðin þreytt á þessum fjórflokk.
Afleiðingar fyrir þjóðina eru hræðilegar. Margar fjölskyldur eru í miklum erfiðleikum og ekki er á bætandi að auka skattaálögur.
Megi almáttugur Guð miskunna okkur
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.10.2009 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.