Það sparkar enginn í hundshræ..... Sjálfstæðisflokkurinn orðinn órólegur?

Þetta er svona skólabíkardæmi um hvernig á ekki að bregðsst við samkeppni. Reyna að niðurlægja og gera lítið úr samkeppnisaðilanum er lægsta þrepið. Alvöru samkeppnisaðilar fara í gang með að bæta hjá sjálfum sér og gera betur en hinn aðilinn. Með því skapast eðlileg og siðuð samkeppni. 

Ég hef verið virkur í Sjálfstæðisflokknum í mörg ár en nú er ég að fara að snúa mér að Pírötum og ætla að kjósa þá næsta vor ef kosið verður þá. 

Þetta hugtak "vinstri eða hægri" er að verða úrelt og eru kjósendur með eitt í huga að kjósa réttlæti og heiðarleika á þing. Fjórflokkurinn er að daga uppi eins og nátttröll. 

Ég spái því að þessar næstu kosningar verði "Kjósa um réttlæti og virðingu" Kosningaloforð er ekki lengur gjaldgeng og hefur einhverfingurinn séð um að svo verði um langa framtíð. 


mbl.is Píratar „venjulegur vinstriflokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er Brynjar "venjulegur hægrimaður" ?

Það er ég ekki viss um að alvöru hægrimenn vilji fallast á.

Brynjar hefur barist hatrammlega gegn ýmsum borgaralegum réttindum eins og til dæmis friðhelgi heimilis og einkalífs, og réttinum til réttlátrar málsmeðferð, sem sýslumennirnir vinir Brynjars brjóta á hverjum einasta degi þegar þeir gera fólk heimilislaust, nema núna vegna verkfalls.

Hæst í tómu bylur og menn sem standa fyrir níðingshátt og skeytingarleysi gagnvart réttindum almennra borgara og neytenda, ættu síst af öllum að vera að slá um sig með einhveru holu gjálfri um "réttindi".

Það hefur hinsvegar aldrei truflað Brynjar, hvort það sem hann segir eða gerir sé viðeigandi, eða hvort það sé yfir höfuð viðeigandi að hann sé að segja eða gera eitthvað yfir höfuð. Hann gerir það bara samt.

Annars er þetta mjög gott hjá Brynjari og hann ætti að halda áfram á þessari braut. Menn eins og hann og fleiri fjórflokksmenn, sem tjá sig með þeim hætti að opinbera hróplega vanþekkingu sína á því sem þeir eru að fást við, eru einmitt ástæðan fyrir fylgisaukningu pírata.

Takk Brynjar.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2015 kl. 13:30

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Guðmundur Ásgeirsson, ég þekki lögfræðihliðina á honum enda ekki komist í tæri við þá hlið. 

Í dag snýst pólitík um trúverðugleika og gagnkvæma virðingu eða ótrúverðuleika og svik. 

Guðlaugur Hermannsson, 8.4.2015 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband