4.4.2015 | 09:41
Er Davíð Oddsson að ritstýra mbl.is?
Það er ekki ólíklegt að hann sé með hönd í bagga.
Af hverju ættu Píratar að greiða atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi í stað þess að sitja hjá?
Þeir hefðu örugglega greitt atkvæði gegn frumvarpi ef það væri mjótt á mununum. Ég tel það mikilvægara að kanna fjarveru þingmanna frá vinnustað sínum. Skattgreiðendur borga laun þeirra og er því ætlast til að þeir mæti til vinnu eins og aðrir starfandi starfsmenn á vinnumarkaði.
Hafa í flestum tilfellum setið hjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú eru Dabbi og félagar + sjallaflokkurinn að fara á límingunum útaf fylgi Pírata. Það er ekki lengur svo að ungafólkið sé fylgi þeirra, o-nei nú eru eldri kjósendur að koma þar sterkt inn. Þetta snýst um lýðræðið og fólk vill ekki einræði. Pólítíkin er komin á kvolf, þeir flokkar sem stóðu fyrir lýðræði og frjálslyndi eru orðnir örgustu einræðis og harðlínu kommar í dag. Píratar vilja meira lýðræði fólksins og fólkið svarar með þessu aukna fylgi.
Margrét (IP-tala skráð) 4.4.2015 kl. 10:22
Ég er búin að vera að bíða eftir einhverskonar útspili. En ég verð að gera athugasemdir við fjarvistir þingmanna, án þess að tilkynna forföll, þetta fólk væri löngu búið að skrópa sig út úr skóla.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2015 kl. 10:39
Þegar Píratar verða búnir að koma á þingræði á Íslandi þá munu þeir mætta mjög vel í vinnuna enda voru þeir kosnir til þess að mætta á þing þar sem þingræði ræður ríkjum ekki framkvæmdavald og sérhagsmunir :)
Með páska kveðju. Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 4.4.2015 kl. 10:59
Það ætti að hýrudraga þingmenn sem ekki taka afstöðu
þeir eru einfaldlega ekki að vinna sína vinnu
það dugar fæstum launþegum ekki að bara mæta á vinnustað
Grímur (IP-tala skráð) 4.4.2015 kl. 12:29
Hr/Frú B.N.
Felur sig, en athugaðu, það er ekki nóg að mæta í vinnu það þarf að gera gagn sem Píratar gera greinilega ekki, þeir þora ekki að taka afstöðu.
Hörður Einarsson, 4.4.2015 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.