4.10.2013 | 10:08
Til hamingju Ísland..... Grein eftir NIKÓLÍNU JÓNSDÓTTUR
Þessi mjög svo athyglisverða grein er eftir NIKÓLÍNU JÓNSDÓTTUR sem hún skrifaði á www.innihald.is sé ég mig knúinn til að birta hér á blogginu mínu:
"Tilvittnun"
Já, ég segi til hamingju með þessa stórkostlegu flokka sem þjóðin kaus yfir sig. Það er eins og Íslendingar læri aldrei af mistökum sínum. Að kjósa yfir sig sömu flokkana og þá sem sökktu Íslandi á sínum tíma. Var ekki nægilegt áfall að landið stóð frammi fyrir gjaldþroti?
Nei, sem sagt, það var ekki nóg. Núna loksins fengu sömu flokkarnir að stjórna og hvað þá?
Jú, það á að sökkva sjúkrahúsunum. Eða réttara sagt, það á að sökkva því sem eftir er af þeim.
Þegar ég kaus þá hugsaði ég um að ég vildi kjósa góða stjórnarandstöðu. Fólk sem gæti hugsanlega staðið uppi í hárinu á þessari ríkisstjórn sem íslendingar stefndu á að kjósa.
Hvar er forgangsröðunin hjá þessari ríkistjórn. Ekki er það fólkið í landinu.
Við LOFUM BÆTUM KJÖRIN Á SJÚKRAHÚSUNUM.
Flott framtak hjá þessari ríkistjórn. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólahring sem þeir dvelja á Landspítalanum.
Ef ég þarf að leggjast inn á Landspítalann í 10 daga þarf ég þá að borga 12 þúsund krónur.
Hvað með fólk á líknadeild?
Hvað með fólk með krabbamein?
Hver á að borga þegar dauðinn bankar á dyrnar?
Eru það aðstendendur?
Eða á að flokka okkur í hópa eins og hvert annað dýr í sláturhúsi?
Ekki nema stefnan sé að koma með gíróseðil og tölvu svo að sá sem er dauðvona komist inn á heimabanka sinn. Svona í síðasta skipti til að borga innlögnina fyrir lokadaginn.
Ég held að ég hefði gert nákvæmlega sama og hann Björn Zoega, segja upp stöðunni sinni. Ég skil hann vel að vilja ekki vera með í því að sökkva því sem eftir er af Landspítalanum.
Jú, ég er reið. Reið því ég veit um fullt af fólki þarna úti sem eiga ekki peninga fyrir læknaþjónustu eins og staðan er í dag. Hvað þá með auknum álögum. Ég mun ætla að heimafæðingum muni líka fjölga. Hverjar munu afleiðingarnar vera af því?
Ég segi það enn og aftur, til hamingju Ísland.
Við fengum það sem við kusum.
NIKÓLÍNA JÓNSDÓTTIR
Milljón úr eigin vasa í meðferðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.