30.9.2013 | 08:17
Pólskir læknar fluttir inn til að leysa bráðann vanda spítalans?
Hvað er markmiðið hjá nýja forstjóranum? Flytja inn pólska lækna? Það gæti létt undir hvað launakostnaðinn varðar. Það eru margir ágætis læknar í Pólandi og eru þeir að leita sér að verkefnum erlendis. Það verður nú gott að geta full mannað allar stöður aftur og bæta öryggi sjúklinga.
Nýi fortjórinn er vonandi hugaður til að taka árangursríkar ákvarðanir og ráða þessa góðu lækna til að veita þjónustu og koma í veg fyrir að spítalinn leggist af vegna manneklu.
Það ætti ekki að vera vandamál með túlka þar sem margir pólverjar tala frábæra íslensku og geta því starfað við túlkun á milli læknis og sjúklings.
Nýr forstjóri leysir ekki vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Get ekki séð annað en nýr forstjóri minnki vandann
þar sem BZ getur nú snúið sér alfarið að læknastörfum.
ef til vill er lausnin á læknaskorti að losa lækna alfarið við stjórnunarstörfin?
Grímur (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 09:19
Launakjör eru það afleit í íslensku heilbrigðiskerfi að við þurfum langt út úr vestrænu heilbrigðiskerfi til að ráða fólk.
Ísland keppir ekki við Pólland, Slóveníu eða Ungverjaland í launum né lönd suður Evrópu.
Það verður þá hrakval af fólki sem ekki fær vinnu í Þýskalandi/Austurríki/Sviss eða á Norðurlöndum.
Læknisfræði byggir á að geta lesið sjúkraskýrslur og talað við fólk alla vega þeir í kliniskum greinum. Ætla menn að ráða túlka til að starfa með þessu fólki?
Gunnr (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 10:24
Það breytir engu fyrir mig hvort læknirinn er íslenskur, enskur, norskur, sænskur, danskur eða pólskur, get talað við þá alla...
Veit ekki við hvað menn eru hræddir, Ef eitthvað er þá verður auðveldara fyrir Pólverja að leita læknisaðstoðar hér á landi ef til kemur að við fáum pólska lækna til að starfa hér.
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 30.9.2013 kl. 10:38
Það er enginn munur á pólskum og íslenskum læknum. Þeir vinna sína vinnu með tækjum sem svipar til samskonar gæða beggja landa.
Guðlaugur Hermannsson, 30.9.2013 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.