17.1.2013 | 12:50
Jón Bjarnason orðinn aðalvinur Morgunblaðsins? Gott mál þegar andstæðingar í pólitík búa saman í "sumarhúsum"
Jón Bjarnason orðinn aðalvinur Morgunblaðsins? Gott mál þegar andstæðingar í pólitík búa saman í "sumarhúsum"
Hvernig stendur á því að afturhaldsöflin vilja ekki leyfa kjósendur að kjósa um samning sem mun liggja fyrir og þar um leið ákvarða hvort af inngöngu í ESB verði ákveðin með meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Hér er tillaga sem ég vil færa fram til að ná sáttum í þessu máli. Hún er sú að kosið verði um hvort halda eigi áfram umsóknarferlinu og ef meirihluti will það, þá getum við sleppt því að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu okkar inn í ESB. Það er óþarfi að kjósa tvisvar um sama gjörninginn.
Sakaði forsætisráðherra um ofríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En þjóðin hlýtur að eiga að fá að kjósa um þetta, áður en öllu lagaumhverfi landsins verður breytt til að aðlagast aðild. Á ég að koma heim til þín, og skipta út öllum húsgögnunum þínum ( fara með gömlu á haugana) jafnvel brjóta nokkra veggi láta þig borga fyrir þetta allt saman og síðan spyrja þig hvort þú hafir áhuga á þessu?
Loki (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 14:25
Sammála þér Loki. Kjósum um það núna hvort við eigum að halda áfram með umsóknina. Þegar samningurinn er í höfn þá verður hann innleiddur strax og málið dautt.
Ég vil fá að ráða hvernig þú ætlar að skipta út húsgögnunum og brjóta veggina og þá skal ég borga. Þetta þýðir að ég er búinn að taka ákvörðun áður en þú byrjar og þar við situr.
Þakka þér Loki fyrir að útskýra þetta svo skilmerkilega fyrir mér.
Guðlaugur Hermannsson, 17.1.2013 kl. 14:39
Kjósa um þetta samfara næstu kosningum og málið er dautt,það myndi ég kalla lýðræði en ekki einræði eins og á sér stað núna.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 17.1.2013 kl. 15:04
Viltu þá kjósa einu sinni um hvort við eigum að halda áfram umsókn? Ef meirihluti verður fyrir áframhaldandi umsóknarferli, viltu þá ekki samþykkja að við göngum strax inn í ESB loknu ferlinu án kosninga? Til hvers að kjósa tvisvar ef samþykkt verður áframhald umsóknar?
Lýðræðis var gætt í kosningu á Alþingi um að fara í umsóknarferlið. Það var meirihluti þingmanna sem samþykkti fyrir hönd kjósenda að ganga inn í umsóknarferlið.
Kjósum um áframhald viðræðna og ef það verður samþykkt þá verður gengið til undirskriftar við ESB strax þegar samningaferlinu líkur. Til hvers að kjósa tvisvar? Ef það hallast á lýðræðið í þessu máli þá er það frá ykkur komið. Heimssýn vill kjæosa núna vegna þess að þeir trúa því að það sé meirihluti fyrir því að hætta umsóknarferlinu. Svo er ekki það vilja flestir sjá samninginn í heild og taka ábyrga afstöðu til hans þegar þeim er ljóst hvað er þeim fyrir bestu.
Guðlaugur Hermannsson, 17.1.2013 kl. 15:18
Gulli hvorki ég né aðrir Íslendingar vorum spurðir um hvort við vildum fara í aðlögun að ESB eins og á sér stað í dag,þar liggur munurinn.Það er nóg að kjósa einusinni um þetta því allir sem vilja vita hvað ESB er fyrir og hvað er í boði þar,þar er ekkert í boði nema regluverk ESB og ekkert annað sama hvað aðrir segja,því tel ég að það eigi að kjósa um ESB í komandi kosningum og ætti það að duga,því ef það verður haldið áfram svona óbreytt og án þess að spyrja þjóðina verður það orðið of seint að snúa við enda sagði Jóhanna 2009 að ef það yrði kosið um þetta myndi hún eiga síðasta orðið þó að þjóðin segði annað.Ef ekki verður kosið um þetta núna tel ég lýðræði okkar illa nauðgað.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 17.1.2013 kl. 19:04
Marteinn: Íslendingar voru spurðir að því hvaða flokka þeir vildu kjósa til að stjórna landinu. Flokkar sem höfðu á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB fengu meirihluta atkvæða. Síðan hlupu ýmsir flokkar og einstakir þingmenn úr skaptinu en það breytir því ekki að meirihluti réttkjörinna þingmanna ákvað að sótt skyldi um aðild að ESB og niðurstaða samninga lögð í mat kjósenda þegar hún lægi fyrir (en að sjálfsögðu ekki fyrr). Þetta verður nú varla lýðræðislegra.
Sæmundur G. Halldórsson , 18.1.2013 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.