Þetta er hámark bullsins á opinberum vettvangi. Er menn ekki með öllum mjalla?

Hvað á að ganga langt í þessu áróðursstríði alþingismanna? Er ekki kominn tími til að hleypa smá skynsemi inn í umræðurnar og ræða málin á heiðarlegan hátt?

Það mun ekkert breytast er varðar fiskveiðar Íslendinga. Ísland er með sína eigin stofna en sameiginlega flökkustofna. Hvað ætti að breytast? Þetta er slíkur áróður að það hjara við brjálæði.

Enginn hefur aðgang að Íslandsmiðum nema Íslendingar sjálfir og ESB ásamt færeyingum og Norðmönnum við veiðar af sameiginlegum flökkustofnum ríkjanna.

Ísland í ESB og þá er okkar framtíð í öruggari höfn en með þessum alþingismönnum sem nú sitja á þingi.


mbl.is ESB-aðild myndi gjörbreyta veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það var nú aðallega verið að tala um tófuskytterí, svo má auðvitað deila um hversu mikilvægt það er í allri hinni óvissunni (fiskveiði og hafréttaþættinum ekki minst)varðandi það að skifta stýringunni á landinu frá Alþingi til Brussel .

Eða er ég að misskilja þessa setningu eitthvað:"Ísland í ESB og þá er okkar framtíð í öruggari höfn en með þessum alþingismönnum sem nú sitja á þingi. "

kv

KH

Kristján Hilmarsson, 1.5.2012 kl. 21:22

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Á hverju ert þú eiginlega Guðlaugur??????

Jóhann Elíasson, 1.5.2012 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband