Það hefði átt að kæra alla ríkisstjórnina ekki einn mann. Það er ljótur leikur Alþingismanna að handplokka einn mann og ákæra hann. Það er ákveðinn dómur falinn í því að ákæra einn en sleppa öllum hinum ráðherrunum.
Það sem er alvarlegast við þetta er að meintir lögbrjótar eru enn í ráðherrastóli og tóku pólitíska ákvörðun að velja úr þá sem ábyrgð báru á meintu broti í þessu tilfelli Geir Haarde.
Geir H Haarde er líklegast sá forsætisráðherra sem minnst verður í sögubókum fyrir að hafa bjargað íslenskri þjóð frá algjöru gjaldþroti með neyðarlögunum og ekki síst að bjarga fjármunum á Icesave reikningunum sem annars hefðu farið í gjaldþrot bankanna.
Ég ber mikla virðingu fyrir Geir H Haarde og hans aðkomu í þessu hruni sem bjargaði Íslandi frá ævarandi örbyrgð.
Davíð Oddsson skapaði hrunið en Geir H Haarde var bjargvætturinn.
Geir Haarde er að mínu mati besti forsætisráðherra okkar frá upphafi.
Jóhanna er líklegast sá lélegasti frá upphafi og Davíð Oddsson er næstur þar á eftir. Hann kostaði okkur 500 milljarða þegar Seðlabankinn fór á hausinn (sá eini í veraldarsögunni). Það þarf "snilling með mikilmennskubrjálæði" til að fremja svona glappaskot.
Landsdómsmálið ekki á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Voru málefni heimilanna nokkuð á dagskrá? Eða var Jógríma að leggja drög að sjálfsmorði?
Hrúturinn (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 13:00
Sat ekki heilög Jóhanna ráðherraráðsfundi,þegar Geir var forsætisráðherra,?
Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2012 kl. 13:46
Jú Helga. Þetta Samfylkingarfólk er ótrúlega lítiðfjölegt.
Guðlaugur Hermannsson, 24.1.2012 kl. 14:36
Sýnir þetta ekki bara hverskonar lítilmenni sitja hér á Alþingi?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.